„Eiginkona mín tók því alls ekki vel“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 10:27 Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik Breiðabliks og Víkings þar sem allt var á suðupunkti í lok leiks. Vísir/Hulda Margrét Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson segist sjálfur ekki hafa tekið sérstaklega inn á sig reiðina sem beindist að honum eftir lætin í lok leiks Breiðabliks og Víkings í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn. Eiginkona hans var þó ekki hrifin af ummælum Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, og þau fóru vissulega í taugarnar á Ívari sjálfum. Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Þetta segir Ívar Orri í hlaðvarpsþættinum Fyrsta sætið. Hann viðurkennir mistök í afdrifaríkri ákvörðun í fyrri hálfleik, þegar hann gaf Víkingnum Danijel Djuric gult spjald fyrir leikaraskap þrátt fyrir brot Damirs Muminovic á honum, en telur það ekki réttlæta reiðina frá Arnari í sjónvarpsviðtali strax eftir leik. Þar sagði Arnar Ívar Orra, einn albesta dómara landsins síðustu ár, hafa verið „ömurlegan“ og að sér virtist sem að Ívar horfði hreinlega aldrei á fótbolta. Þessi ummæli eru eitthvað sem að Ívar og ekki síður eiginkona hans áttu erfitt með að taka undir. „Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi, og stúderað hann út frá dómaralegu hliðinni. Maður horfir kannski meira á fótbolta út frá dómgæslu en annað. Þannig að þegar við erum sakaðir um að hafa ekki horft á fótbolta… eiginkona mín tók því alls ekki vel, því fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum, og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ segir Ívar Orri í Fyrsta sætinu. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni“ Mikil læti brutust út í lok leiksins á Kópavogsvelli á föstudag, og fengu Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkings og Logi Tómasson leikmaður liðsins rautt spjald. „Manni líður kannski ekki neitt brjálæðislega vel þegar svona „scenarios“ koma upp í leikjum sem maður er að dæma. Og ég er ekki viss um að neitt brjálæðislega mörgum sem voru þarna á svæðinu og tóku þátt í þessu hafi liðið eitthvað vel með þetta,“ segir Ívar Orri. Hann hafi þó ekki tekið ummæli Arnars sérstaklega nærri sér, þó þau hafi vissulega angrað hann. „Auðvitað fer það í taugarnar á manni. Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir en gagnrýni er ekki það sama og gagnrýni. Það voru einhverjir sem töluðu um að þetta væri viðtal ársins. Umræðuefnið þar var þá 70% um mig sem persónu. Það er auðvitað ekki eitthvað sem ég vil,“ segir Ívar Orri og bætir við: Leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið „Ég fór daginn eftir á fimleikamót með dóttur minni og stóð við grillið að grilla pylsur ofan í mannskapinn. Það komu ótrúlega margir til mín á þessum degi og spurðu hvernig ég hefði það. Höfðu rosalegar áhyggjur af því að ég væri langt niðri eftir þetta. Það var alls ekki málið. Ef við tölum bara um reiðina sem sneri að mér persónulega, þá taldi ég mig vera í fullum rétti varðandi það sem gekk þar á. Ég tók það því ekki neitt brjálæðislega inn á mig. En auðvitað er leiðinlegt að vera aðalumræðuefnið á kaffistofum og í fjölmiðlunum. Það er ekki það sem mann langar í þessu starfi.“ Upp úr sauð í leikslok á Kópavogsvelli. Varadómarinn Erlendur Eiríksson stig á milli Sölva Geirs Ottesen, aðstoðarþjálfara Víkings, og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið“ Spurður út í ákvörðun sína í fyrri hálfleik þegar hann gaf Danijel gult spjald fyrir leikaraskap þegar Damir virtist svo sannarlega hafa brotið á honum, svaraði Ívar Orri: „Þetta er ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið, ég skal alveg viðurkenna það. Það má gagnrýna mig fyrir margt og meðal annars þessa ákvörðun. Við dómarar erum ekki hafnir yfir gagnrýni, og alls ekki heilagri en páfinn. En það má samt vera þannig að fólk setji sig í okkar spor. Við erum ekki með myndbandsdómgæslu og þurfum að taka ákvörðun. Oft á tíðum langar mann bara að loka augunum, og sleppa því að taka ákvörðun. Á þessum tímapunkti var eitthvað sem tók mig þangað að dæma óbeina aukaspyrnu. Það er kannski ekki besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira