Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 15:10 Hópur unglinga réðist á vagnstjóra, spörkuðu í hann og brutu gleraugu. Vísir/Vilhelm Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. „Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert. Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
„Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert.
Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira