Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Siggeir Ævarsson skrifar 15. júní 2023 17:29 Morten Beck Guldsmed vann í dag fullnaðarsigur í launadeildum sínum við FH. vísir/hag Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. Snérust deilurnar um vangoldin laun á tímabilinu 2019-2021. FH héldu fram að um verktakasamning hefði verið að ræða en Morten Beck hélt því fram að um launþegasamning hefði verið að ræða, og hafði samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ þegar úrskurðað leikmanninum í vil. Þar með beri knattspyrnudeild FH ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Krafa Morten Beck nemur alls rúmlega 24,3 milljónum króna og skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Árangurslaus samningafundur í janúar Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, hafði áður greint Vísi frá að hann hafi fundað með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar þar sem samninga- og félagaskiptanefnd tók ekki afstöðu til þess hvaða upphæð leikmaðurinn ætti inni. Reyndist sá fundur hins vegar árangurslaus og því ákvað Morten að láta reyna á rétt sinn hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Morten Beck lék eins og áður sagði með FH á árunum 2019-2021. Hann skoraði átta mörk í jafn mörgum leikjum sumarið 2019 en bætti aðeins tveimur deildarmörkum við næstu tvö sumur og skoraði hann ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Morten Beck hafði áður spilað á Íslandi sumarið 2016, þar sem hann skoraði sex mörk í 21 leik. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Besta deild karla FH KSÍ Tengdar fréttir Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Morten Beck telur sig eiga inni fjórtán milljónir hjá FH Danski framherjinn Morten Beck hefur ákveðið að fara í mál við knattspyrnudeild FH þar sem hann telur sig eiga inni 14 milljónir íslenskra króna hjá félaginu. 10. mars 2023 17:00 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Snérust deilurnar um vangoldin laun á tímabilinu 2019-2021. FH héldu fram að um verktakasamning hefði verið að ræða en Morten Beck hélt því fram að um launþegasamning hefði verið að ræða, og hafði samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ þegar úrskurðað leikmanninum í vil. Þar með beri knattspyrnudeild FH ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda. Krafa Morten Beck nemur alls rúmlega 24,3 milljónum króna og skiptist í launakröfu upp á 17,5 milljónir og dráttarvexti, auk lögmannskostnaðar upp á tæpa milljón. Árangurslaus samningafundur í janúar Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, hafði áður greint Vísi frá að hann hafi fundað með fulltrúum FH og lögmanni félagsins í janúar þar sem samninga- og félagaskiptanefnd tók ekki afstöðu til þess hvaða upphæð leikmaðurinn ætti inni. Reyndist sá fundur hins vegar árangurslaus og því ákvað Morten að láta reyna á rétt sinn hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Morten Beck lék eins og áður sagði með FH á árunum 2019-2021. Hann skoraði átta mörk í jafn mörgum leikjum sumarið 2019 en bætti aðeins tveimur deildarmörkum við næstu tvö sumur og skoraði hann ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Morten Beck hafði áður spilað á Íslandi sumarið 2016, þar sem hann skoraði sex mörk í 21 leik. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Besta deild karla FH KSÍ Tengdar fréttir Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01 Morten Beck telur sig eiga inni fjórtán milljónir hjá FH Danski framherjinn Morten Beck hefur ákveðið að fara í mál við knattspyrnudeild FH þar sem hann telur sig eiga inni 14 milljónir íslenskra króna hjá félaginu. 10. mars 2023 17:00 Mest lesið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti „Betri ára yfir okkur“ Handbolti Haukar fóru illa með botnliðið Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins. 15. mars 2023 08:01
Morten Beck telur sig eiga inni fjórtán milljónir hjá FH Danski framherjinn Morten Beck hefur ákveðið að fara í mál við knattspyrnudeild FH þar sem hann telur sig eiga inni 14 milljónir íslenskra króna hjá félaginu. 10. mars 2023 17:00