„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2023 08:00 Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi. vísir/daníel Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“ Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“
Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn