Helmingur kúabúa landsins eru með róbót Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2023 13:31 Gunnar Már Gunnarsson, sölumaður hjá Líflandi í tækjadeild staddur í nýju fjósi í Þrándarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru tveir fullkomnir róbótar frá Líflandi, sem heita GEA og koma frá fyrirtæki í Þýskalandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjólkurróbótar njóta sífellt meiri vinsælda í fjósum landsins en af þeim 480 kúabúum, sem eru í landinu er helmingur þeirra með róbót. Nýr róbót kostar um tuttugu og fimm milljónir króna. Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það hefur mikið breyst í sveitum landsins þar sem eru kýr með tilkomu mjólkurróbóta. Áður þurftu bændur að fara út í fjós á morgnana og kvöldin til að fara í mjaltir en nú geta þeir bara sofið út eða farið á kóræfingu um kvöldið, róbótinn sér um að mjólka kýrnar. Gunnar Már Gunnarsson hjá Líflandi er sérfræðingur í mjólkurróbótum en fyrirtækið selur mikið af þeim til bænda. „Róbótarnir hafa fyrst og fremst breytt því að það er miklu minni líkamleg vinna hjá bænum. Þeir hafa frjálsari tíma. Ungir bændur í dag vilja geta borðað morgunmat með börnunum sínum og konunni sinni, þeir þurfa kannski að skutla börnunum í leikskóla og sækja þau. Á kvöldin þurfa þeir kannski að fara á kóræfingu eða eitthvað slíkt. Vinnan er alltaf töluverð mikil en hún felst í því að fylgjast með hvernig mjaltirnar ganga, hversu há nytin er, fylgjast með frumutölunni og þess háttar,“ segir Gunnar Már. Um helmingur kúabænda á Íslandi eru með róbót i sínu fjósi. Í sumum þeirra eru fleiri en einn að störfum og alveg upp í fjóra í stærstu fjósunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnar segir að róbótar frá Líflandi, séu með mjög skemmtilega nýjung. „Ef það það er þannig að einn speninn er með hárri frumutölu þá getur þú valið það og þá hentir hann þeirri mjólk frá. Þá hentir hann ekki mjólkinni úr öllum fjórum spenunum, það er ákveðinn kostur, þá ertu ekki að fleyja heilli mjólk.“ En hvað kostar nýr róbót í dag? „Ætli róbót, góður róbót kosti ekki svona 25 milljónir + virðisaukaskatt, eitthvað svoleiðis,“ segir Gunnar Már. Lífland selur mikið af mjólkurróbótum til kúabænda um allt land.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira