Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira