Zak er í flugi til Spánar: „Við vitum ekkert hvað bíður hans“ Árni Sæberg skrifar 20. júní 2023 10:24 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, var settur um borð í flugvél Icelandair til Barselóna nú í morgunsárið. Aðstandandi hans hér heima segir algjöra óvissu vera uppi um það hvað bíður hans á Spáni. Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær: Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
Fréttastofa hefur undafarið fjallað um mál hælisleitandans Zaks, hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa. Hildur Blöndal Sveinsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur staðið í ströngu með Zak undanfarnar vikur. Zak er bróðir tengdadóttur hennar. Hildur lýsir því í samtali við fréttastofu að Zak hafi verið staddur í Hollandi þegar byrjað var að kveðja unga menn í herinn til að berjast í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Í samtali við Vísi fyrir skömmu staðfesti hún að Zak hefði verið sendur úr landi í morgun. „Við vitum ekkert hvað bíður hans þegar hann lendir. En við erum í sambandi við lögfræðing, sem vonandi hittir hann þegar hann lendir og verður með honum. Hann fer væntanlega í einhverja yfirheyrslu eða eitthvað slíkt,“ segir Hildur. Hún segir að aðstandendur Zaks vonist eftir kraftaverki, að hann fái að halda áfram til Georgíu í gegnum Istanbúl á morgun. „En ég verð að segja að við erum mjög svartsýn á að svo verði. En við ætlum samt að halda í vonina enn um sinn og sjá hvernig stjórnvöld bregðast við.“ Viðbrögðin gleðja Þrátt fyrir að niðurstaðan sé vonbrigði segir Hildur að viðbrögð við fréttaflutningi af máli Zaks gleðji. „Að sjá að það er enn þá einhver mannúð í samfélaginu. Þó að það sé eitt og eitt nettröll sem maður vildi helst hafa annars staðar.“ Þá segir hún að stjórnvöld hafi einnig brugðist við fréttaflutningi. Innan við klukkustund frá því að fyrsta frétt Vísis af málinu var birt hafi Útlendingastofnun haft samband við Zak og boðið honum að koma og sækja fæðingarvottorð sitt. Hann hafði lengi staðið í stappi við kerfið um að fá mikilvæg skjöl afhent. Rætt var við Hildi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þar sem hún fór yfir stöðuna eins og hún var í gær:
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira