Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2023 09:58 Þessi veiddist á Bátsvaðinu í Eystri Rangá í gær Veiði hófst í Eystri Rangá í gær og það er mál milli veiðimanna að það sé nokkuð síðan svona mikið líf hefur verið í ánni við opnun. Það var líflegt á flestum veiðistöðum frá miðri á og niður í Bátsvað en sá veiðistaður er einn sá allra öflugasti í ánni frá fyrsta degi og til hins síðasta sem veiði er í gangi. Aðrir staðir eins og Hrafnaklettar, Strandasíki, Drápubakki og Skollatangi sem er á svæði sjö gefa oft og iðulega lax á fyrstu dögunum. Þetta er vonandi sýnishorn af því sem koma skal en almennt er ekki annað að heyra frá báðum opnunum í Eystri og Ytri Rangá að það sé meira líf en oft í byrjun, laxinn vænn og vel haldin. Nú er bara beðið eftir smálaxagöngunum og þá má ballið byrja. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði
Það var líflegt á flestum veiðistöðum frá miðri á og niður í Bátsvað en sá veiðistaður er einn sá allra öflugasti í ánni frá fyrsta degi og til hins síðasta sem veiði er í gangi. Aðrir staðir eins og Hrafnaklettar, Strandasíki, Drápubakki og Skollatangi sem er á svæði sjö gefa oft og iðulega lax á fyrstu dögunum. Þetta er vonandi sýnishorn af því sem koma skal en almennt er ekki annað að heyra frá báðum opnunum í Eystri og Ytri Rangá að það sé meira líf en oft í byrjun, laxinn vænn og vel haldin. Nú er bara beðið eftir smálaxagöngunum og þá má ballið byrja.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði