Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2023 13:59 Selfyssingar fögnuðu fyrra marki sínu gegn Stjörnunni vel. Stöð 2 Sport Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
Selfoss hafði síðast unnið sigur 16. maí þegar liðið náði að leggja silfurlið síðasta árs, Stjörnuna, að velli í fyrrakvöld, 2-1. Á milli sigranna var meðal annars leiðtogafundur í Reykjavík, Manchester City vann þrjá stóra titla, Gaupi hætti sem íþróttafréttamaður og Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þú tapar leik eftir leik þá sérðu bara enga gleði í því sem er að gerast,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, og Mist Rúnarsdóttir hrósaði Selfossi í hástert fyrir að brjóta sér leið út úr vonbrigðunum: „Risahrós á Selfoss. Þau sem hafa verið í þessari stöðu vita að það er ótrúlega erfitt að snúa þessu við. Það verður einhvern veginn allt á móti þér. Og það er ekki eins og þær hafi vaðið í færum. Þrjú skot á mark og tvö mörk. Baráttan og það sem þær lögðu í leikinn… ótrúlega vel gert því þetta er alveg hægara sagt en gert,“ sagði Mist en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða eftir sigur Selfoss Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir er lykilmaður í liði Selfoss en hún lék sem framherji í leiknum og skoraði fyrsta markið. „Hún stóð sig vel og sýndi að hún kann alveg að spila þessa stöðu,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Björn og liðið „Við höfum nú alveg sett út á Barbáru og sagt að þetta sé leikmaður sem við vitum að getur meira. Þess vegna er svo gaman að sjá að hún lætur það ekkert á sig fá og heldur áfram,“ sagði Helena og Sonný tók undir: „Hún á helling inni. Vonandi er þetta bara eitthvað upphaf að því sem hún er að fara að sýna í næstu leikjum. Ég vona innilega, hennar og Selfoss vegna, að hún sé ekki mikið frá því hún fór út af meidd í gær. Vonandi sjáum við hana uppi á topp í næsta leik.“ Helena benti á hve mikilvægur sigurinn hefði verið fyrir Björn Sigurbjörnsson þjálfara Selfoss, en liðið er eftir sigurinn enn á botni deildarinnar en nú aðeins stigi frá öruggu sæti. „Þetta var eins lífsnauðsynlegur sigur fyrir Bjössa þjálfara og liðið, eins og maður veit. Hann er búinn að liggja yfir þessu og það er engin tilviljun að Barbára sé sett þarna upp á topp,“ sagði Helena. „Nei, nei. Þú þarft að taka sénsa og stundum klikkar það, þá sitjum við hérna og drullum yfir þig. En svo virkar það og þá getum við samglaðst svo innilega,“ sagði Mist. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss Bestu mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. 21. júní 2023 20:54