Segir Konráð hafa verið látinn fjúka fyrir að mæta í röngum buxum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 23:49 Óskar spyr hver sé raunveruleg ástæða brottrekstrar Konráðs. Meistaradeildin/Gunnar Freyr Óskar Sæberg, lögfræðingur og talsmaður Konráðs Vals Sveinssonar, heimsmeistara í hestaíþróttum, segir að Konráði hafi verið vikið úr landsliðshópi Landssambands hestamanna fyrir að koma í röngum buxum á mót og mæta seint á liðsfund. „Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti. Hestaíþróttir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Landsliðsnefnd LH leggur Gróu á Leiti til grundvallar í stað staðreynda,“ segir Óskar í samtali við mbl.is. Vísir greindi frá því í dag að Konráð og Jóhann Rúnar Skúlason hefðu verið reknir úr landsliðshópnum en haft var eftir Guðna Halldórssyni, formanni Landssambands hestamanna, að Konráð gæti átt afturkvæmt ef hann bætti hegðun sína. Jóhann Rúnar hafði áður verið látinn víkja úr hópnum vegna kynferðisbrotadóms og þá var greint frá því árið 2021 að hann hefði hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi. Guðni sagði brot Konráðs hins vegar af öðrum toga, án þess að útlista þau nánar. „Brotin lutu að hegðunar og siðareglum landsliðsins sem geta verið fjölþætt. Það hefur verið ákveðið að tíunda ekki einstök mál gegn honum,“ sagði Guðni. Að sögn Óskars var Konráð kallaður á fund í gær vegna atviks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks og tilkynnt um brottrekstur eftir fundinn. „Þarna vil ég doka við og spyrja hver sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar Konráðs,“ segir Óskar. „Ég spyr því nefndina, hvað gerði Konráð svona slæmt að það réttlæti að nefndin rjúki til og sparki heimsmeistaranum okkar í burtu korteri fyrir heimsmeistaramót? Mér vitandi hefur Konráð hlotið tvær áminningar fyrir agabrot, aðra fyrir að mæta of seint á liðsfund og hina fyrir að mæta í vitlausum reiðbuxum,“ hefur mbl eftir Óskari. Spurningar hafi vaknað um það hvort brottreksturinn tengdist raunverulega líkamsárás sem Konráð varð fyrir eftir að hafa bakkað á bifreið starfsmanna Alendis TV á fyrrnefndu Reykjavíkurmóti.
Hestaíþróttir Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent