„Tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera“ Jón Már Ferro skrifar 25. júní 2023 08:00 Emil Pálsson vann þrjá Íslandsmeistaratitla með FH áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Fyrir tveimur árum fór hann fyrst í hjartastopp en í fyrra gerðist það aftur. Hann sagði skilið við fótboltann tímabundið áður en hann snéri sér að fótboltaþjálfun. vísir/andri marinó Emil Pálsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu sem neyddist skyndilega til þessa að leggja knattspyrnuskóna á hilluna í fyrra. Hefur fundið nýjan farveg fyrir ástríðu sína á íþróttinni. Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil. Besta deild karla FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Emil þurfti, í september í fyrra, að taka þá erfiðu ákvörðun að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp í tvígang aðeins 29 ára gamall. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og varð fljótt ljóst að þessi fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður myndi ekki fara langt frá íþróttinni sem hefur átt hug hans og hjarta síðan í barnæsku. Emil sinnir nú þjálfun og hjá FH miðlar hann reynslu sinni til yngri iðkenda. Auk þess sem hann sinnir starfi í greiningarteymi karlaliðs félagsins. „Það tók smá tíma eftir að ferillinn endaði að átta mig á því hvað mig langaði að gera. Svo var það alltaf bara fótboltinn sem dró mig alltaf meira og meira til sín. Ég tel mig hafa ýmislegt fram á að færa þar. Þannig það var bara geggjað að geta fengið FH, sem er minn klúbbur á Íslandi ásamt Vestra á Ísafirði. Ég tel að það hafi hjálpað mér að koma mér inn í þjálfaragigg sem ég er mjög ánægður með,“ segir Emil. Á leikmannaferli sínum varð Emil í þrígang Íslandsmeistari með FH. Þá hélt hann út í atvinnumennsku í Noregi og á einnig að baki landsleiki fyrir Íslands hönd. Emil segir að hann sé þjálfari í mótun og að hann læri eitthvað nýtt á hverjum degi. „Ég held það sé algengur misskilningur hjá fótboltafólki að þú getir bara labbað beint inn í þjálfun eftir að þú hefur verið leikmaður og það sé bara ekkert mál. Ég ber meiri virðingu fyrir þjálfurum núna en ég gerði áður. Að því leitinu til að maður er búinn að átta sig á hvað fer rosalega mikil vinna í að vera þjálfari. Þegar ég byrjaði að þjálfa þá var ég ekki alveg viss hvort þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera. Ég ákvað að kýla bara á þetta og sjá svo til. Það sem ég hef fundið eftir að ég byrjaði að ég er alltaf að vaxa meira inn í starfið og finna fyrir meiri áhuga. Þegar maður liggur heima á koddanum að hugsa um taktík áður en maður sofnar. Þá held ég að maður sé kominn inn í starfið. Eins og það á að vera,“ segir Emil.
Besta deild karla FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn