Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 17:38 Kríurnar á Snæfellsnesi eiga undir högg að sækja ef marka má úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Náttúrustofa Vesturlands Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum. Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar. Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar.
Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira