Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 10:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segist síður vilja spá og spegúlera en það sé allt eins víst að gjósi eins og ekki. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. „Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira