Verulegar líkur á gosi á næstu dögum ef þróunin verður áfram sú sama Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2023 10:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segist síður vilja spá og spegúlera en það sé allt eins víst að gjósi eins og ekki. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur var viðmælandi í Bítínu á Bylgjunni í morgun og sagði atburðarásina síðustu klukkustundir áþekka hrinunni fyrir gosið í ágúst í fyrra. „Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Þetta lítur út eins og þarna sé kvikuinnskot farið af stað. Þetta er aðeins norðar en gaus... Skjálftarnir raða sér á línu sem liggur svona frá gosstöðvunum í Merardölum í fyrra og svo í norðaustur langleiðina að Keili. Svo verðum við bara að sjá til hvað verður,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að spá fyrir um hvort hrinan endi með gosi en að gera verði ráð fyrir því. Þá gjósi líklega aðeins norðar. Gos yrði að öllum líkindum nokkurn veginn eins og áður; það væri ekki ólíklegt að um yrði að ræða annað „túristagos“. Gosið gæti hins vegar einnig orðið ívið kraftmeira. „Þetta er bara voðalega erfitt um að segja,“ segir Magnús Tumi. „Fyrir svona tveimur mánuðum fer af stað landris og það er djúpt, sést á mörgum stöðum, og nú erum við komin af stað og þarna djúpt niðri er ennþá heitt þannig að kvikan á auðvelt með að komast af stað. Síðan þarf hún að brjóta sér leið síðasta hlutann og henni tekst það stundum og stundum ekki.“ Magnús Tumi er nú á fundi Almannavarna með vísindamönnum þar sem farið verður yfir mælingar, mögulega þróun og mismunandi sviðsmyndir. „Og síðan er náttúrulega reglan í svona að undirbúa sig undir á sem er alvarlegust eða verst og hefur einhverjar líkur á að gerast. Þannig er þetta unnið.“ Jarðfræðingurinn segir Íslendinga vana gosum og vita hvaða vöktun þurfi að vera í gangi og til hvaða viðbragða þurfi að grípa. Endurmeta þurfi stöðuna eftir því sem mál þróast. Boðað sé til funda þegar eitthvað umfram „bakgrunnsvirkni“ eigi sér stað. Þá vilji menn ræða saman og stilla saman strengi, segir Magnús Tumi. „Á skalanum 1 til 10, hversu líklegt er að gjósi?“ er hann spurður. „Ef þetta heldur áfram svona þá verðum við að telja að líkur séu verulegar á að það gjósi á næstu dögum,“ svarar sérfræðingurinn en játar að honum sé heldur illa við að gefa út spádóma. „En það er allt eins líklegt að það gjósi eins og ekki; að minnsta kosti helmingslíkur myndi ég segja.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira