Segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri Kólosseum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 13:13 Ivan Dimitrov er 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann rataði í fréttirnar eftir að hafa skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg Kólosseum. AP Enskur ferðamaður, sem skar á dögunum nafn sitt og kærustu sinnar á vegg ítalska hringleikahússins Kólosseum, segist ekki hafa gert sér grein fyrir aldri mannvirkisins. Hann hefur nú beðið borgarstjóra Rómarborgar afsökunar á athæfinu og segir það „vandræðalegt“ að hann hafi ekki verið meðvitaður um háan aldur Kólosseum. Guardian segir frá því að umræddur ferðamaður heiti Ivan Dimitrov og sé 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann hafi skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg hringleikahússins. Málið rataði í fréttirnar þegar menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennaro Sangiuliano, vakti athygli athæfi mannsins. Birti ráðherrann myndband sem birst hafði annars staðar á samfélagsmiðlum og mynd af Ivan þar sem búið var að gera andlit hans óskýrt. Sangiuliano sagði á Twitter að hann taldi athæfið mjög alvarlegt, ósæmilegt og merki um mikinn dónaskap að vanvirða einn frægasta stað í heimi með þessum hætti. Krafðist ráðherrann þess að manninum yrði refsað, en lögregla á Ítalíu tókst loks að hafa uppi á manninum í Englandi eftir fimm daga leit. Dimitrov hefur nú sent Roberto Gualtieri, borgarstjóra Rómar, bréf þar sem biður hann og ítölsku þjóðina afsökunar á málinu. Hann hafi á engan hátt gert sér grein fyrir alvarleika málsins þegar hann hafi skorið nöfnin í vegginn. Lögregla á Ítalíu er með málið nú til rannsóknar og verði Dimitrov fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér greiðslu sektar, milli 300 þúsund og 2,2 milljóna króna, auk fangelsisvistar. Kólosseum var reist í stjórnartíð Títusar Rómarkeisara á fyrstu öld eftir Krist. Ítalía Fornminjar England Bretland Tengdar fréttir Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Guardian segir frá því að umræddur ferðamaður heiti Ivan Dimitrov og sé 27 ára fitness-þjálfari frá Bristol. Hann hafi skorið „Ivan + Haley 23“ á einn vegg hringleikahússins. Málið rataði í fréttirnar þegar menningarmálaráðherra Ítalíu, Gennaro Sangiuliano, vakti athygli athæfi mannsins. Birti ráðherrann myndband sem birst hafði annars staðar á samfélagsmiðlum og mynd af Ivan þar sem búið var að gera andlit hans óskýrt. Sangiuliano sagði á Twitter að hann taldi athæfið mjög alvarlegt, ósæmilegt og merki um mikinn dónaskap að vanvirða einn frægasta stað í heimi með þessum hætti. Krafðist ráðherrann þess að manninum yrði refsað, en lögregla á Ítalíu tókst loks að hafa uppi á manninum í Englandi eftir fimm daga leit. Dimitrov hefur nú sent Roberto Gualtieri, borgarstjóra Rómar, bréf þar sem biður hann og ítölsku þjóðina afsökunar á málinu. Hann hafi á engan hátt gert sér grein fyrir alvarleika málsins þegar hann hafi skorið nöfnin í vegginn. Lögregla á Ítalíu er með málið nú til rannsóknar og verði Dimitrov fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér greiðslu sektar, milli 300 þúsund og 2,2 milljóna króna, auk fangelsisvistar. Kólosseum var reist í stjórnartíð Títusar Rómarkeisara á fyrstu öld eftir Krist.
Ítalía Fornminjar England Bretland Tengdar fréttir Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Ferðamaður skar nafn unnustu sinnar á vegg Kólosseum Menningarmálaráðherra Ítalíu vill að ferðamanni sem skar nafn sitt og unnustu sinnar á vegg hringleikahússins Kolossum í Róm verði refsað. Myndband var tekið af manninum þar sem hann skar nafnið og það birt á samfélagsmiðlum. 27. júní 2023 07:51