Við förum ítarlega yfir stöðuna á Reykjanesi þar sem jarðfræðingar telja töluverðar líkur á eldgosi eftir kröftuga jarðskjálftahrinu að undanförnu. Við veltum meðal annars upp möguleikum á að hraun renni til norðurs og ógni þar með bæði Reykjanesbrautinni og Vogabyggð.
Svíar komust nær því í dag að fá aðild að NATO eftir fund háttsettra embættismanna þeirra með fulltrúum Tyrkja fyrir milligöngu aðalritara NATO í Brussel í dag. Hann vill að aðild Svía verði staðfest á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í næstu viku.
Og við húrrum niður Kambana í nýrri sviflínu sem vígð var þar í dag og sýnum einstakar myndir frá salibununni.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.