Frábær veiði í Hítarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2023 09:08 Flottur urriði úr Hítarvatni Mynd: Veiðikortið Hítarvatn er feyknastórt og það getur verið erfitt fyrir veiðimenn sem hafa aldrei komið þangað að átta sig á hvert á að fara til að veiða. Í þessum frábæru sumarhitum sem hafa leikið við íbúa á vesturlandi verða skilyrðin við ákveðna veiðistaði í Hítarvatni eins og best verður á kosið. Það er í raun þeim mun hlýrra sem það er búið að vera því betra, alveg öfugt við laxveiðina. Í vatnið renna tvær litlar ár (lækir) og eins kemur vatn undan hrauninu austan meginn. Þegar vatnið hlýnar mikið þá leitar silungurinn í ósa ánna og upp að hraunina þar sem köldu uppspretturnar eru og getur magnið af silung verið alveg lygilegt. Stærðin er mest 1-2 pund en inná milli eru vænni fiskar en silungurinn úr vatninu er mjög bragðgóður og vel haldinn. Það má veiða á flugu, maðk og spún og fyrir ykkur sem teljið ekki af ykkur að taka smá labb til að komast í frábæra veiði þá er þetta klárlega málið þessa vikuna áður en það byrjar að kólna aftur. Veiðimenn sem voru við vatnið um helgina veiddu ótrúlega vel og 10-20 fiskar á stöng er ekkert mál þegar skilyrðin eru svona góð við vatnið. Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði
Í þessum frábæru sumarhitum sem hafa leikið við íbúa á vesturlandi verða skilyrðin við ákveðna veiðistaði í Hítarvatni eins og best verður á kosið. Það er í raun þeim mun hlýrra sem það er búið að vera því betra, alveg öfugt við laxveiðina. Í vatnið renna tvær litlar ár (lækir) og eins kemur vatn undan hrauninu austan meginn. Þegar vatnið hlýnar mikið þá leitar silungurinn í ósa ánna og upp að hraunina þar sem köldu uppspretturnar eru og getur magnið af silung verið alveg lygilegt. Stærðin er mest 1-2 pund en inná milli eru vænni fiskar en silungurinn úr vatninu er mjög bragðgóður og vel haldinn. Það má veiða á flugu, maðk og spún og fyrir ykkur sem teljið ekki af ykkur að taka smá labb til að komast í frábæra veiði þá er þetta klárlega málið þessa vikuna áður en það byrjar að kólna aftur. Veiðimenn sem voru við vatnið um helgina veiddu ótrúlega vel og 10-20 fiskar á stöng er ekkert mál þegar skilyrðin eru svona góð við vatnið.
Stangveiði Mest lesið Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Smálaxagöngur að skila sér í Norðurá Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Góður gangur í Langá Veiði Meðalþyngdin 12 pund úr Fnjóská Veiði 147 laxar á einum degi Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði Meira veiðist af bleikju í Elliðavatni í ár en í fyrra Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði