Sigurbogi þegar heimsmeistarar í dansi komu til landsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2023 10:55 Flugvallarþjónusta Isavia sprautaði vatni yfir flugvél Play við heimkomuna á laugardagskvöld, dönsurum til heiðurs. Bílarnir eru afar öflugir og sprauta allt að fjögur þúsund lítrum af vatni á mínútu með þakbyssu. Um helgina lauk formlega keppni um sjö þúsund dansara frá öllum heimshornum í Braga í Portúgal. Alls kepptu 250 ungir dansarar frá Íslandi frá ellefu dansskólum og þeim til stuðnings voru foreldrar, systkini, ömmur, afa, vinir og vandamenn. Danskompaní frá Keflavík kom, sá og sigraði og lenti á laugardagskvöld heima undir heiðursbunu flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, - með sex gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í farteskinu. „Þrotlausar æfingar, frábærlega útfærð atriði danshöfunda í túlkun dansararanna sem Íslendingarnir buðu uppá í Braga skiluðu sér svo sannarlega í Altice Forum og hinu virðulega Circo Theatre í Braga þar sem dansað var frá morgni til kvölds. Spennan var mikil enda stórkostleg atriði í boði þessa viku sem keppnin stóð yfir,“ segir í tilkynningu. Þetta var í þriðja skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni. Fulltrúar Íslands kepptu í Braga fyrir fjórum árum (2019) og í San Sebastian á Spáni í fyrra. Undankeppni á Íslandi er haldin í febrúar ár hvert og hafa þau atriði sem ná yfir 70 stigum kost á að taka þátt í alþjóðakeppninni. Keppni þessi var fyrst haldin árið 2004 og hefur hún vaxið og stækkað með ári hverju. Það er dansarinn Chantelle Carey sem hafði frumkvæði að þátttöku Íslands í þessu heimsmeistaramóti ungra dansara og hvattíslenska dansskóla til þess að taka þátt og spreyta sig á heimssviðinu gegn jafnöldrum sínum. Hópatriði frá Dansskóla Birnu Björns lenti í fjórða sæti aðeins 0,3 stigum frá bronsverðlaunum og eitt atriði frá JSB komst auk þess í úrslit í lyrical flokknum. Tvö atriði frá Danskompaní tóku auk þess þátt í Gala-keppni þar sem keppt var þvert á flokka og unnu þau bæði gullverðlaun. Keppnin verður haldin í Tékklandi að ári og má telja líklegt að margir dansskólanna hyggi á för þangað. Dans Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Danskompaní frá Keflavík kom, sá og sigraði og lenti á laugardagskvöld heima undir heiðursbunu flugvallarþjónustu Isavia á Keflavíkurflugvelli, - með sex gullverðlaun, tvö silfur og eitt brons í farteskinu. „Þrotlausar æfingar, frábærlega útfærð atriði danshöfunda í túlkun dansararanna sem Íslendingarnir buðu uppá í Braga skiluðu sér svo sannarlega í Altice Forum og hinu virðulega Circo Theatre í Braga þar sem dansað var frá morgni til kvölds. Spennan var mikil enda stórkostleg atriði í boði þessa viku sem keppnin stóð yfir,“ segir í tilkynningu. Þetta var í þriðja skipti sem Ísland tekur þátt í þessari keppni. Fulltrúar Íslands kepptu í Braga fyrir fjórum árum (2019) og í San Sebastian á Spáni í fyrra. Undankeppni á Íslandi er haldin í febrúar ár hvert og hafa þau atriði sem ná yfir 70 stigum kost á að taka þátt í alþjóðakeppninni. Keppni þessi var fyrst haldin árið 2004 og hefur hún vaxið og stækkað með ári hverju. Það er dansarinn Chantelle Carey sem hafði frumkvæði að þátttöku Íslands í þessu heimsmeistaramóti ungra dansara og hvattíslenska dansskóla til þess að taka þátt og spreyta sig á heimssviðinu gegn jafnöldrum sínum. Hópatriði frá Dansskóla Birnu Björns lenti í fjórða sæti aðeins 0,3 stigum frá bronsverðlaunum og eitt atriði frá JSB komst auk þess í úrslit í lyrical flokknum. Tvö atriði frá Danskompaní tóku auk þess þátt í Gala-keppni þar sem keppt var þvert á flokka og unnu þau bæði gullverðlaun. Keppnin verður haldin í Tékklandi að ári og má telja líklegt að margir dansskólanna hyggi á för þangað.
Dans Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Hulk Hogan er látinn Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Hin fullkomna vatnsdeigsbolla - Uppskrift Matur Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Rene Kirby er látinn Lífið Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“