„Auðvitað er áhugi á mér“ Jón Már Ferro skrifar 12. júlí 2023 07:00 Adam Pálsson var stoðsendingahæstur í fyrra. Nú vill hann verða markahæstur. vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld. Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam. Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam.
Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira