Úkraína færist nær aðild að Atlantshafsbandalaginu í dag þegar leiðtogar NATO samþykktu þriggja þátta áætlun fyrir Úkraínu og styttu aðildarferlið. Sjö helstu iðnríki heims heita Úkraínu einnig allri aðstoð sem landið þarf á að halda uns sigur vinnst á Rússum eftir ólöglega innrás þeirra.
Við sýnum myndir af glæfralegum akstri bílstjóra flutningabíls sem í dag var síðan sagt upp störfum hjá Samskipum.
Og við kíkjum við á Álftaneskaffi, eina veitinga- og kaffihúsinu þar, sem leggur upp laupana á morgun eftir átta ára rekstur.
Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.