Segja samveruna skemmtilegasta á skátamóti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 21:00 Skátarnir voru heppnir með veður við Úlfljótsvatn í dag. sigurjón ólason Hátt í tvö hundruð skátar alls staðar að af landinu eru samankomnir á skátamóti í sól og blíðu við Úlfljótsvatn. Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell. Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Skátarnir eru á aldrinum sjö til átján ára og gista í fjórar nætur í tjöldum á Úlfljótsvatni. Dagskráin er fjölbreytt en þegar fréttastofu bar að garði voru elstu hóparnir í göngu á Hengilssvæðinu en þau yngri ýmist að sá fræjum í endurnýtt ísbox eða í fjölbreyttum leikjum. „Við erum að gera svona paprikuplöntu, eða tré. Þegar þetta vex þá getur þú tekið fræin úr paprikunni og gert það aftur. Við erum að læra að endurnýja plast og pappa,“ segja Ísafold, Friðrika og Bjartey. Hrafnkell, Ísafold, Friðrika, Bjartey og Sandra voru hæstánægð með daginn.sigurjón ólason „Við áttum að skrifa hefðir á blað og svo erum við að leika þær,“ segja Hekla og Elísa. Þær Natalía og Alexandra fengu hina rammíslensku hefð: Þetta reddast og léku það listilega hvernig hugsunarháttur margra Íslendinga getur verið í hinum ýmsu aðstæðum - og þetta er lærdómurinn: „Ekki gera kannski allt í einu, gera bara eitt í einu,“ segir Natalía. Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins.sigurjón ólason „Við erum að læra hvernig á að búa til sverð úr svampi og pappakössum, skip úr pappakössum og svo erum við með krefjandi þrautabraut fyrir eldri krakkana til að leggja áherslu á samvinnu og úthald,“ segir Egle Sipaviciute, mótsstjóri Skátasumarsins. Auk þess sem skátarnir spreyta sig í klifri, senda flöskuskeyti og lesa úr sjóræningjaskilaboðum enda sjóræningjaþema á skátamótinu. „Við erum að gista í tjaldi þarna upp frá, við erum bara tvær í tjaldi,“ segir Alexandra. Hvernig er að vera í skátunum? Mjög gaman og skemmtilegt, lærum mjög mikið.“ Sjóræningjaþema er á skátamótinu.sigurjón ólason Hvað er það skemmtilegasta við að vera í skátunum? „Fara í vatnasafarí og vera með vinum sínum. Bara að skemmta sér á skátamóti það er ótrúlega skemmtilegt,“ segja Ísafold og Hrafnkell.
Börn og uppeldi Grímsnes- og Grafningshreppur Skátar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira