Meintur öryggisbrestur í Íslendingabók reyndist ekki á rökum reistur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. júlí 2023 10:17 Þóra segir ættfræðiþyrsta Íslendinga nú geta tekið gleði sína á ný. Vísir/Vilhelm Íslendingabók var lokað í rúman sólarhring eftir að ábending barst til Íslenskrar erfðagreiningar um meintan öryggisbrest. Vefurinn hefur nú verið opnaður aftur eftir að ljóst var að öllu væri óhætt. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins. Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að öllum slíkum ábendingum sé tekið alvarlega, enda sé rekstur ættfræðigrunnsins Íslendingabókar háður ströngum skilyrðum. Gengið var úr skugga um að allt væri í lagi og opnaði vefurinn aftur í gærkvöldi. Þóra vill ekki svara því nánar um hvernig öryggisbrest hafi borist ábending um. Heimildin greindi fyrst frá málinu í gær og hafði miðillinn eftir Þóru að lokunin gæti varað fram á mánudag. Þóra segir að fyrirtækið leggi upp með að kanna til hlýtar allt sem viðkemur Íslendingabók, enda sé um einn vinsælasta vef landsins að ræða. Á endanum hafi lokunin varað í sólarhring. Margir urðu varir við lokunina að sögn Þóru, enda ljóst að stór hópur fólks noti Íslendingabókina daglega, þar á meðal eldri Íslendingar. Ljóst er að nú geta þeir tekið gleði sína á ný. Tæknimenn í sumarfríi Rætt var við Friðrik Skúlason, tölvuöryggissérfræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um lokun Íslendingabókar. Hann sagði aðal vandamálið við meintan öryggisbrest vera þann að tæknimenn væru í sumarfríi. „Það er lágmarksfjöldi starfsfólks sem vinnur að þessu og lágmarksþekking,“ segir Friðrik. Hann segir meintan öryggisbrest vera flókið mál. „Það þarf að leysa þetta og tryggja að þetta komi ekki aftur upp. Ég býst við að setja eitthvað á vefinn þegar þetta verður leyst.“ Hann segir helming þjóðarinnar hafa heimsótt vefinn. Þó nokkuð margar þúsundir heimsæki vefinn daglega og ljóst að hann sé á meðal vinsælustu vefsíðna landsins.
Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira