Margt breytt í Færeyjum frá frægri heimsókn Jóhönnu Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júlí 2023 22:01 Guðmundur Ingi á Hinsegin dögum í Færeyjum í vikunni. Mynd/Aðsend Hinsegin dagar fóru fram í Færeyjum í vikunni. Félags- og vinnumarkaðsráðherra tók þátt í hátíðinni og segir hana hafa gengið vel. „Gangan var glæsileg og þau höfðu orð á því að vera í keppni við okkur á Íslandi um þátttöku miðað við höfðatölu, þannig það er eins gott að við förum að telja,“ segir Guðmundur léttur. Hann segir margt hafa breyst frá því að færeyskur þingmaður neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og konu hennar, vegna kynhneigðar þeirra, í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2013. „Þetta var afskaplega leiðinlegt atvik og eitthvað sem ég held að margt fólk í Færeyjum finnist mjög leiðinlegt. Þetta er ekki það viðmót sem ég fann fyrir nokkurs staðar,“ segir Guðmundur og að hann voni að samfélagið sé opnara. Hann segir stöðu hinsegin fólks í Færeyjum hafa batnað mikið síðustu ár. „Sérstaklega lagalega, en það er enn atriði sem á eftir að taka lengra eins og varðandi trans fólk og skráningu á kynum og annað slíkt sem við breyttumst hér á Íslandi 2019. Almennt séð hefur þetta breyst síðustu tíu til fimmtán árin. Þetta er meira viðurkennt og meiri virðing borin fyrir mannréttindum fólks en þetta er samt dálítið skipt,“ segir hann og að það einkenni færeyskt samfélag að þar séu sterkir trúarhópar sem líti á réttindi hinsegin fólks sem eitthvað sem eigi ekki að eiga sér stað. Hann segir fordóma þó vera hjá afar fámennum, en háværum hópi. En fólk finni fyrir bakslagi þar eins og hér og annars staðar í heiminum. Það sé þó mikilvægt að halda umræðunni lifandi. „Maður hefur auðvitað áhyggjur af því, því það er bundið við allan heiminn. Það er bakslag hér heima og annars staðar. Bæði gagnvart trans fólki og öðru hinsegin fólki,“ segir Guðmundur og að það sé risastórt mál. „að það sé vegið að réttindum ákveðinna hópa, sama hvort það er hinsegin fólk, eða kvenna, það er grafalvarlegt mál og þess vegna ofboðslega mikilvægt að lönd eins og Norðurlöndin standi saman í því að verja réttindi hinsegin fólks og kvenna og það er eitt af því sem að er á dagskrá formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni í ár,“ segir Guðmundur og að það megi alveg tala meira um þetta. Megi ekki slaka þrátt fyrir góðan árangur Hann segir að þegar við höfum náð góðum árangri eins og núna að fara frá átjánda sæti á Regnbogakortinu í það fimmta og fyrsta í málefnum trans fólks þá slakni oft á umræðunni. „En við erum reglulega minnt á það hversu mikilvægt það er sýna að það er ekkert eðlilegra heldur en að vera hinsegin og það finnst mér skipta máli.“ Guðmundur segir að hann hafi í sinni ráðherratíð reynt að vera áberandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og taki þátt í viðburðum og samkundum. „Mér finnst sýnileikinn skipta máli. Mér finnst að þegar hinsegin ráðherra er við völd á Íslandi þá eigi fólk að vita það vegna þess að er ekkert víst að öllum líki vel við mig en það er kannski ágætt að vita af því að það er einhver fyrirmynd. Að þú vitir að ef þú ert hinsegin manneskja að á Íslandi getur þú orðið ráðherra.“ Hann segir að sér þyki mikilvægt að taka þátt í Hinsegin dögum sem fara fram í ágúst. „Hinsegin gangan, eða Gleðigangan, er mannréttindaganga. Fyrst og fremst. Númer eitt, tvö og þrjú. Hún er til að kalla eftir auknum réttindum og til að verja þau sem fyrir eru. En auðvitað höfum við gaman í leiðinni, því það er okkar háttur.“ Félagsmál Hinsegin Færeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Gangan var glæsileg og þau höfðu orð á því að vera í keppni við okkur á Íslandi um þátttöku miðað við höfðatölu, þannig það er eins gott að við förum að telja,“ segir Guðmundur léttur. Hann segir margt hafa breyst frá því að færeyskur þingmaður neitaði að sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og konu hennar, vegna kynhneigðar þeirra, í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2013. „Þetta var afskaplega leiðinlegt atvik og eitthvað sem ég held að margt fólk í Færeyjum finnist mjög leiðinlegt. Þetta er ekki það viðmót sem ég fann fyrir nokkurs staðar,“ segir Guðmundur og að hann voni að samfélagið sé opnara. Hann segir stöðu hinsegin fólks í Færeyjum hafa batnað mikið síðustu ár. „Sérstaklega lagalega, en það er enn atriði sem á eftir að taka lengra eins og varðandi trans fólk og skráningu á kynum og annað slíkt sem við breyttumst hér á Íslandi 2019. Almennt séð hefur þetta breyst síðustu tíu til fimmtán árin. Þetta er meira viðurkennt og meiri virðing borin fyrir mannréttindum fólks en þetta er samt dálítið skipt,“ segir hann og að það einkenni færeyskt samfélag að þar séu sterkir trúarhópar sem líti á réttindi hinsegin fólks sem eitthvað sem eigi ekki að eiga sér stað. Hann segir fordóma þó vera hjá afar fámennum, en háværum hópi. En fólk finni fyrir bakslagi þar eins og hér og annars staðar í heiminum. Það sé þó mikilvægt að halda umræðunni lifandi. „Maður hefur auðvitað áhyggjur af því, því það er bundið við allan heiminn. Það er bakslag hér heima og annars staðar. Bæði gagnvart trans fólki og öðru hinsegin fólki,“ segir Guðmundur og að það sé risastórt mál. „að það sé vegið að réttindum ákveðinna hópa, sama hvort það er hinsegin fólk, eða kvenna, það er grafalvarlegt mál og þess vegna ofboðslega mikilvægt að lönd eins og Norðurlöndin standi saman í því að verja réttindi hinsegin fólks og kvenna og það er eitt af því sem að er á dagskrá formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni í ár,“ segir Guðmundur og að það megi alveg tala meira um þetta. Megi ekki slaka þrátt fyrir góðan árangur Hann segir að þegar við höfum náð góðum árangri eins og núna að fara frá átjánda sæti á Regnbogakortinu í það fimmta og fyrsta í málefnum trans fólks þá slakni oft á umræðunni. „En við erum reglulega minnt á það hversu mikilvægt það er sýna að það er ekkert eðlilegra heldur en að vera hinsegin og það finnst mér skipta máli.“ Guðmundur segir að hann hafi í sinni ráðherratíð reynt að vera áberandi þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og taki þátt í viðburðum og samkundum. „Mér finnst sýnileikinn skipta máli. Mér finnst að þegar hinsegin ráðherra er við völd á Íslandi þá eigi fólk að vita það vegna þess að er ekkert víst að öllum líki vel við mig en það er kannski ágætt að vita af því að það er einhver fyrirmynd. Að þú vitir að ef þú ert hinsegin manneskja að á Íslandi getur þú orðið ráðherra.“ Hann segir að sér þyki mikilvægt að taka þátt í Hinsegin dögum sem fara fram í ágúst. „Hinsegin gangan, eða Gleðigangan, er mannréttindaganga. Fyrst og fremst. Númer eitt, tvö og þrjú. Hún er til að kalla eftir auknum réttindum og til að verja þau sem fyrir eru. En auðvitað höfum við gaman í leiðinni, því það er okkar háttur.“
Félagsmál Hinsegin Færeyjar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira