Sjávarstúlkan mín
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson nýtur lífsins með fjölskyldunni í fríi á Ítalíu. Með þeim í för eru einnig Friðrik Dór, bróðir hans, og fjölskylda.
Mærudagar á Húsavík
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson skemmti sér á Mærudögum á Húsavík liðna helgi. „Nú er ég peppaður í Versló hasar. Sjáumst í Vatnaskógi á fös, Akureyri á lau og Þjóðhátíð á sun,“ skrifar Palli við ,mynd af sér hoppandi kátum.
Hinsegin dagar í Hrísey
Björn Snæbjörnsson leikari var staddur í Hrísey um helgina þar sem tvöföldur íbúafjöldi eyjunnar sameinaðist og fagnaði fjölbreytileikanum.
Útvarspamaðurinn Sigurður Þorri Gunnarsson, þekktur sem Siggi Gunnars lét sig ekki vanta og mætti með kærastanum, Sigmari Inga, í gleðina.
„Tvöfaldur íbúafjöldi Hríseyjar tók þátt í gleðigöngu á Hinsegin Hrísey í dag! Þykir svo vænt um að koma heim í eyjuna og fagna fjölbreytileikanum,“ skrifar Siggi myndasyrpu frá hátíðinni.
Refur á Mjóeyri
Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm hitti sætan ref á Mjóeyri sem virtist ánægður með athyglina.
Frí á Ítalíu
Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Sunneva Einars er mætt til Ítalíu.
Júlí mánuður fallegur hjá Sölku
„Júlí sumar, strönd, veiði, Flatey, brúðkaups afmæli, maríulax, vinir, börn. Allt sem er fallegt,“ skrifar Salka Sól við skemmtilega myndaveislu.
Barbie og Ken
Fegurðardísin Elísa Gróa Steinþórsdóttir og kærastinn Elís Guðmundsson klæddu sig upp í anda Barbie í bleikum sundfatnaði.
Eins árs hundaafmæli
Birgitta Líf Björnsdóttir athafnakona fagnaði eins árs afmæli hundarins Bossa um helgina.
Hoppandi afmælisgleði
Tónlistarkonan Birgitta Haukdal tók hoppandi kát inn í 44. aldursárið um helgina. Birgitta birti mynd af sér í jólanáttfötum í Hoppukastala á Mærudögum um helgina.
Sól í Búlgaríu
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir nýtur sólarinnar í Búlgaríu.
Ástarfilma
Helgi Ómarsson ljósmyndari og Pétur Björgvin Sveinsson virðast ástfangnir og ánægðir með lífið.
Spánarfrí
Íris Tanja Flygenring leikkona fór í fjölskyldufrí til Spánar.
Minning frá stóra deginum
Katrín Edda Þorsteinsdóttir verkfræðingur og áhrifavaldur birti sína eftirlætis mynd úr brúðkaupsmyndatökunni en hún og Markús Wasserbaech gengu í heilagt hjónaband á dögunum.
Cava og sól
Stjörnukírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi kíró er staddur í fríi á Tenerife með fjölskyldunni. Hann birti mynd af sér sælum á svip að njóta veðurblíðunnar.