Þar verður einnig rætt við bæjarfulltrúa í Kópavogi sem segir stöðuga þyrluumferð yfir bæinn helst minna á óþolandi nágranna. Við leitum svara hjá framkvæmdastjóra þyrlufyrirtækis í beinni útsendingu.
Við segjum einnig frá fíkniefnamálum sem lögregla er nú með til rannsóknar og ræðum við afbrotafræðing um tíðar fréttir af kókaínsmygli hingað til lands, sem virðist vera að aukast.
Þá fjöllum við um smáforrit sem gerir notendum kleift að gerast rannsóknarlögreglumenn, bát sem var smíðaður á þarsíðustu öld og er enn með fiskveiðiheimild og verðlaunahesta sem kvöddu eigendur sína á Keflavíkurflugvelli í gær.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu hér á Vísi, og á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, klukkan hálf sjö.