Nautin Bubbi Morthens, Helgi Björns, Aron Can, Stebbi Jak og Páll Óskar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2023 20:31 Nautin eru öll með nöfn þekktra tónlistarmanna á Íslandi en Ása Sif hefur það hlutverk að velja nöfnin á gripina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bubbi Morthens, KK, Aron Can, Helgi Björn, Stebbi Jak, Páll Óskar og Herra Hnetusmjör láta fara vel um sig á grösugum túnum á sveitabæ á Suðurlandi. Hér erum við reyndar að tala um naut, sem öll bera nöfn þekktra tónlistarmanni. Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Það er gaman að koma á Hlemmiskeið í Skeiða og Gnúpverjahreppi því þar eru áhugaverðir hlutir að gerast þegar búskapur er annars vegar. Það eru þau Ævar Austfjörð og Ása Sif Tryggvadóttir, sem eru bændur á bænum en þau hófu nýlega búskap þar. Þau stunda svokallaðan „Auðgandi landbúnað”, sem þýðir að náttúran, sér um sig sjálf helst án utanaðkomandi aðstoðar. Ævar og Ása Sif, sem segjast hafa unnið stóra lottóvinninginn þegar þau fluttu á Hlemmiskeið og hófu þar búskap. Þau eru bæði kokkar og í fullu starfi sem slíkir samhliða búskapnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það snýst um að nota, sem minnst af tækjum og sem minnst af aðkeyptum áburði, útsæði og öðru slíku. Reyna að plægja sem minnst og helst ekkert, ekki róta í jörðinni heldur að láta náttúruna sjá um það með því að beita skepnum á jörðina til þess að gera það rask, sem þarf að eiga sér stað til þess að jörðin taki við sér,” segir Ævar. Hænur og endur eru á Hlemmiskeiði þar sem hænurnar hafa sinn eigin bíl til að vera í og endurnar synda í skurðinum. „Ég fékk ekki skoðun á bílinn en skilagjaldið á hann er 20.000 krónur en hænsnakofi kostar 250.000 krónur þannig að þetta var dílinn, ég bara bauð þeim að búa þarna,” segir Ævar og skellihlær. Það fer vel um hænurnar og endurnar á Hlemmiskeiði en þarna sést bílinn, sem hænurnar búa í.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og á bænum eru holdakjúklingar sem eru aldir upp til matar í sérstökum færukvíjum, sem eru færðar um einn reit á dag þannig að fuglarnir geta unnið upp landið með því að éta grasið og hreina upp mosann. Ævar segir að með því verði til betra og hollara kjöt. Ævar að færa búnaðinn til hjá holdakjúklingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það eru líka heimalningar á bænum, sem Ása sér um og svo eru það nautin, sem ber öll nöfn þekktra tónlistarmanna. Öndunum finnst mjög gaman að synda á vatninu í skurðinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þessir stóru eru skýrðir í höfuðið á íslenskuðum röppurum og þessir minni eru eldri tónlistarmenn eins og Bubbi og Helgi Björns. Þeir eru hérna allir. Þarna sjáum við Erp, Erpur er þessi hvíti. Svo sjáum við Bent hérna, herra hnetusmjör og Aron Van, þeir eru allir þarna,” segir Ása Sif um leið og hún tekur fram að uppáhalds nautin hjá henni séu Flóni, Erpur og Birnir. En Bubbi Morthens? „Já, hann er mjög góður og Helgi Björns og Páll Óskar náttúrulega, það má ekki gleyma honum,” segir Ása Sif og hlær. Nokkur svín eru á bænum, sem eru ótrúlega skemmtileg og gera mikið fyrir búskapinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira