Glæsilegur fornbíll og fornhjólhýsi í Keflavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. ágúst 2023 20:07 Það eru allir símar á lofti þegar Magnús og kona hans eru á ferðinni á bílnum með hjólhýsið aftan í. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigendur fornbíls í Keflavík vekja alls staðar mikla athygli þar sem þau eru á ferðinni, ekki síst þegar hjólhýsið er aftan í bílnum en það er 58 ára gamalt. „Það eru allir símar á lofti,“ segir eigandinn. Fornbílar eru víða á landinu og margir þeirra mjög fallegir en að sjá fornbíl með fornbílahjólhýsi aftan í er mjög sérstakt og skemmtilegt. Hér erum um að tala um fornbíl og hjólhýsi hjá Magnúsi Magnússyni, sem er forfallinn fornbílakarl í Keflavík í Reykjanesbæ. En hvað getur hann sagt okkur um hjólhýsið? „Ég flutti það inn frá Svíþjóð 2017 og er búin að vera að græja það að innan en það er allt orginal að innan nema efnið bekkjunum og gólfinu og svo er það málað að utan, þetta er það eina sem var gert.” En bíllinn, hvers konar bíll er þetta ? „Þetta er Ford Cup 1946. Það er búið að lækka á honum toppinn og það er loftpúðafjöðrun að framan og aftan. Ég gerði þetta allt sjálfur nema málingarvinnuna,” segir Magnús. En hvað er svona spennandi við það að vera á fornbíl? „Það er bara athyglin, rúnturinn og gamanið í kringum þetta allt. Það eru allir símar á lofti þar sem við hjónin erum á ferðinni á bílnum með hjólhýsið aftan í,” segir Magnús hlæjandi. Magnús við fornbílinn sinn og hjólhýsið í Keflavík, sem hann er mjög stoltur af enda má hann vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En númerið á bílnum T 1, hvaðan kemur það ? „Sýslumaðurinn á Hólmavík var með það, ég er nefnilega úr Standasýslunni, átti heima í Bjarnafirðinum og náði mér í þetta númer.” Magnús Magnússon töffari í Keflavík í Reykjanesbæ, sem hefur mikinn áhuga á fornbílum og öllu í kringum þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Magnús segist vera með salerni af bestu gerð í hjólhýsinu. „Já, orgilnal dollu með koppnum ofan í. Svo er bara að opna hurðina og skvetta út,” segir hann og hlær meira. Og Magnús er með bíl inn í bílskúr, sem hann er að gera upp en hann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma inn í bílskúr enda segir konan hans að hann sé best geymdur þar. „Já, ég er þá á vísum stað,” segir hann. „Þetta er Pacard 1941, 110 bíll, en hann kemur upphaflega frá Bíldudal,” segir Magnús. Bílinn frá Bíldudal, sem Magnús er að gera upp inn í bílskúr hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent
Fornbílar eru víða á landinu og margir þeirra mjög fallegir en að sjá fornbíl með fornbílahjólhýsi aftan í er mjög sérstakt og skemmtilegt. Hér erum um að tala um fornbíl og hjólhýsi hjá Magnúsi Magnússyni, sem er forfallinn fornbílakarl í Keflavík í Reykjanesbæ. En hvað getur hann sagt okkur um hjólhýsið? „Ég flutti það inn frá Svíþjóð 2017 og er búin að vera að græja það að innan en það er allt orginal að innan nema efnið bekkjunum og gólfinu og svo er það málað að utan, þetta er það eina sem var gert.” En bíllinn, hvers konar bíll er þetta ? „Þetta er Ford Cup 1946. Það er búið að lækka á honum toppinn og það er loftpúðafjöðrun að framan og aftan. Ég gerði þetta allt sjálfur nema málingarvinnuna,” segir Magnús. En hvað er svona spennandi við það að vera á fornbíl? „Það er bara athyglin, rúnturinn og gamanið í kringum þetta allt. Það eru allir símar á lofti þar sem við hjónin erum á ferðinni á bílnum með hjólhýsið aftan í,” segir Magnús hlæjandi. Magnús við fornbílinn sinn og hjólhýsið í Keflavík, sem hann er mjög stoltur af enda má hann vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson En númerið á bílnum T 1, hvaðan kemur það ? „Sýslumaðurinn á Hólmavík var með það, ég er nefnilega úr Standasýslunni, átti heima í Bjarnafirðinum og náði mér í þetta númer.” Magnús Magnússon töffari í Keflavík í Reykjanesbæ, sem hefur mikinn áhuga á fornbílum og öllu í kringum þá.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Magnús segist vera með salerni af bestu gerð í hjólhýsinu. „Já, orgilnal dollu með koppnum ofan í. Svo er bara að opna hurðina og skvetta út,” segir hann og hlær meira. Og Magnús er með bíl inn í bílskúr, sem hann er að gera upp en hann eyðir meira og minna öllum sínum frítíma inn í bílskúr enda segir konan hans að hann sé best geymdur þar. „Já, ég er þá á vísum stað,” segir hann. „Þetta er Pacard 1941, 110 bíll, en hann kemur upphaflega frá Bíldudal,” segir Magnús. Bílinn frá Bíldudal, sem Magnús er að gera upp inn í bílskúr hjá sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent