Flytja Nasasjón af óperu á gamla Nasa: „Ópera á ekki að vera elítusport” Íris Hauksdóttir skrifar 17. ágúst 2023 20:00 Áslákur Ingvarsson, Tómas Helgi Baldursson, Sólveig Sigurðardóttir, Sigurður Helgi og Þórhallur Auður Helgason. Á myndina vantar Ragnar Pétur Jóhannsson. Vilhelm/Vísir Sviðslistahópurinn Óður stendur fyrir tónleikunum Nasasjón af óperu sem haldnir verða við Austurvöll í húsi Iceland Parliament Hotel. Tónleikarnir fara fram á menningarnótt og er aðgangur ókeypis. Síðastliðin þrjú ár hefur hópurinn sett upp alþýðlegar gamanóperur í Þjóðleikhúskjallaranum. Sýningarnar, Ástardrykkurinn og Don Pasquale fengu einróma lof gagnrýnanda sem og áhorfenda úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Óður hreppti ásamt öðrum hópum Sprota ársins á Grímuverðlaununum 2023 fyrir vinnu sína síðastliðið ár. Þýðir allt á íslensku Tómas Helgi Baldursson, leikstjóri hópsins segir efnisskrá tónleikanna samsetta úr mörgum eftirlætis óperum söngvaranna. „Þetta eru lög sem flestir Íslendingar þekkja og raula jafnvel með en vita ekki um hvað þau fjalla. Tónleikarnir eru því ekki hefðbundnir óperutónleikar í þeim skilningi því við viljum líka kynna sögurnar í eigin orðum og fá ímyndunarafl tónleikagesta til að fara á flug. Tómas Helgi Baldursson leikstjóri Sviðslistahópsins Óðs.Gunnlöð Jóna Sópransöngkona hópsins, Sólveig Sigurðardóttir hefur lagt mikla vinnu í að þýða alla textana yfir á nútíma íslensku svo áhorfendur geti skilið um hvað lögin fjalla. Hver hefur ekki lent í því að vera á klassískum tónleikum, þekkja ekki verkið og skilja ekki tungumálið. Það er svolítið eins og að flakka á milli sjónvarpsstöðva á hótelherbergi í ókunnu landi.” Sviðslistahópurinn Óður stendur fyrir tónleikunum Nasasjón af óperu. Tónleikarnir verða haldnir í húsakynnum skemmtistaðarins Nasa og fara fram á menningarnótt. Frítt er inn á viðburðinn.Vilhelm/Vísir Vilja draga óperuna niður úr hásölum lotningarinnar Tómas segir markmið Óðs að færa óperuna nær almenningi. „Óperur eiga ekki að vera elítusport heldur höfða til allra. Við höfum aldrei sóst eftir galakjólum eða gullsölum.” Eins segir hann hópinn sækja í að setja upp sýningar sem þau myndu sjálf vilja sjá. „Það er tónlistin sem heillar okkur og sagan sem er sögð í gegnum þá tónlist. Við nálgumst hvert verk sem leikrit fyrst og fremst sem er ein stærsta ástæða þess að við flytjum verkin á íslensku.” Hann segir viðbrögð áhorfenda sanna að áhuginn sé sannarlega til staðar. „Þegar fólk skilur hvert einasta atkvæði í lögunum breytist upplifunin alveg. Við viljum skapa stærri vettvang hérlendis fyrir þá upplifun.” Frumflytja nýjan farsa næsta vetur Áhugasamir geta enn séð sýninguna Don Pasquale sem leikhópurinn setur aftur á svið í haust en í byrjun næsta árs hefjast svo æfingar á nýju og spennandi verki. Hópurinn er kominn á fullt með næsta verkefni sem verður frumflutt á vordögum næsta árs. Gunnlöð Jóna „Já við ætlum að frumsýna í fyrsta skipti á Íslandi frönsku gamanóperuna Póst-Jón eða Le Postillon de Lonjumeau. Aftur er þetta farsi en þessi fer að mörgu leyti lengra en þeir fyrri. Sagan fjallar um hversdagsjón sem verður óperusöngvari í stórborg. Hann hefur ekki fyrir því að láta konuna sína vita af því, heldur hverfur einn daginn. Við fylgjumst svo með því árum síðar þegar hún hefur uppi á honum og nær sér niður á honum. Óperan er drepfyndin og tekur hvorki sig né óperur yfirhöfuð alvarlega, sem við tengjum ansi vel við.” Smullu strax saman Upphaflega voru það þau Sólveig, Þórhallur Auður Helgason og Ragnar Pétur Jóhannsson sem stofnuðu hópinn. Síðan þá hafa þeir Áslákur Ingvarsson og Sigurður Helgi bæst í hópinn en sá síðarnefndi sér um tónlistarstjórn. Spurður hvernig það hafi komið til að Tómas gekk til liðs við Óð segir hann þríeykið hafa boðið sér að sjá um leikstjórn snemma á ferlinu. „Þá settum við upp sýninguna Ástardrykkurinn og smullum strax svo vel saman að ég var í raun strax tekinn inn sem einn af þeim. Samstarfið hefur gengið glimrandi vel enda erum við erum mjög samheldin í því hvernig við viljum setja upp leiksýningar. Þau eru öll með mikinn tónlistarbakgrunn og svo kem ég með minn leikhúsbakgrunn. Saman smellur þetta frábærlega vel saman. Spinnur eitthvað nýtt á hverjum degi Það er í raun mjög lítill munur á því hvernig ég nálgast verkin okkar sem leikstjóri og hvernig ég nálgast hefðbundnari leikrit. Við höfum þann lúxus að vera bara með eitt hljóðfæri, sem gerir okkur kleift að æfa senur mjög snemma eins og þær verða leiknar á sviðinu. Það breytist ekkert tónlistarlega frá ferlinu að sýningum, fyrir utan það að Sigurður, tónlistarstjóri og píanóleikari, spinnur eitthvað nýtt á hverjum degi. Tómas segir hreina unun að fylgjast með listafólkinu í hópnum blómstra á sviðinu. Gunnlöð Jóna Tenging söngvarana við Sigurð er mjög mikil svo þau geta í raun spunnið á sýningum, ef þeim dettur eitthvað sniðugt í hug í augnablikinu. Það er hrein unun að fylgjast með þessu frábæra tónlistarfólki nýta þessa hæfileika sína til að setja upp góð leikverk, sem vill þannig til að eru sungin. ” Sögufrægur salur endurgerður í upprunalegri mynd Tónleikarnir verða haldnir í sögufrægum sal við Austurvöll sem gengið hefur undir mörgum nöfnum í gegnum tíðina; Sjálfstæðishúsið og Sigtún en þekktasta viðurnefnið er vafalaust Nasa sem heiti tónleikanna vísa í. „Það er gleðilegt að sjá að salurinn hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd en gengur nú undir nafninu Sjálfstæðissalurinn til áminningar um langa sögu hússins.” Salurinn er hluti af Iceland Parliament Hotel og segir Tómas það draumi líkast að fá að setja upp tónleika í þessum húsakynnum. Tómas líkir því við heilaga stund að ganga inn í salinn. „Það verður magnað að flytja perlur óperusögunnar í þessum rómaða sal á menningarnótt.” Frítt er inn, húsið opnar kl. 17:00 og tónleikarnir sjálfir hefjast kl. 18:00. Reiknað er með því að prógrammið standi til 20:30 en gestum er frjálst að koma og fara eins og þeim hentar. Léttar veitingar verða til sölu á meðan á viðburðinum stendur. Nánar hér. Leikhús Tónleikar á Íslandi Menningarnótt Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur hópurinn sett upp alþýðlegar gamanóperur í Þjóðleikhúskjallaranum. Sýningarnar, Ástardrykkurinn og Don Pasquale fengu einróma lof gagnrýnanda sem og áhorfenda úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Óður hreppti ásamt öðrum hópum Sprota ársins á Grímuverðlaununum 2023 fyrir vinnu sína síðastliðið ár. Þýðir allt á íslensku Tómas Helgi Baldursson, leikstjóri hópsins segir efnisskrá tónleikanna samsetta úr mörgum eftirlætis óperum söngvaranna. „Þetta eru lög sem flestir Íslendingar þekkja og raula jafnvel með en vita ekki um hvað þau fjalla. Tónleikarnir eru því ekki hefðbundnir óperutónleikar í þeim skilningi því við viljum líka kynna sögurnar í eigin orðum og fá ímyndunarafl tónleikagesta til að fara á flug. Tómas Helgi Baldursson leikstjóri Sviðslistahópsins Óðs.Gunnlöð Jóna Sópransöngkona hópsins, Sólveig Sigurðardóttir hefur lagt mikla vinnu í að þýða alla textana yfir á nútíma íslensku svo áhorfendur geti skilið um hvað lögin fjalla. Hver hefur ekki lent í því að vera á klassískum tónleikum, þekkja ekki verkið og skilja ekki tungumálið. Það er svolítið eins og að flakka á milli sjónvarpsstöðva á hótelherbergi í ókunnu landi.” Sviðslistahópurinn Óður stendur fyrir tónleikunum Nasasjón af óperu. Tónleikarnir verða haldnir í húsakynnum skemmtistaðarins Nasa og fara fram á menningarnótt. Frítt er inn á viðburðinn.Vilhelm/Vísir Vilja draga óperuna niður úr hásölum lotningarinnar Tómas segir markmið Óðs að færa óperuna nær almenningi. „Óperur eiga ekki að vera elítusport heldur höfða til allra. Við höfum aldrei sóst eftir galakjólum eða gullsölum.” Eins segir hann hópinn sækja í að setja upp sýningar sem þau myndu sjálf vilja sjá. „Það er tónlistin sem heillar okkur og sagan sem er sögð í gegnum þá tónlist. Við nálgumst hvert verk sem leikrit fyrst og fremst sem er ein stærsta ástæða þess að við flytjum verkin á íslensku.” Hann segir viðbrögð áhorfenda sanna að áhuginn sé sannarlega til staðar. „Þegar fólk skilur hvert einasta atkvæði í lögunum breytist upplifunin alveg. Við viljum skapa stærri vettvang hérlendis fyrir þá upplifun.” Frumflytja nýjan farsa næsta vetur Áhugasamir geta enn séð sýninguna Don Pasquale sem leikhópurinn setur aftur á svið í haust en í byrjun næsta árs hefjast svo æfingar á nýju og spennandi verki. Hópurinn er kominn á fullt með næsta verkefni sem verður frumflutt á vordögum næsta árs. Gunnlöð Jóna „Já við ætlum að frumsýna í fyrsta skipti á Íslandi frönsku gamanóperuna Póst-Jón eða Le Postillon de Lonjumeau. Aftur er þetta farsi en þessi fer að mörgu leyti lengra en þeir fyrri. Sagan fjallar um hversdagsjón sem verður óperusöngvari í stórborg. Hann hefur ekki fyrir því að láta konuna sína vita af því, heldur hverfur einn daginn. Við fylgjumst svo með því árum síðar þegar hún hefur uppi á honum og nær sér niður á honum. Óperan er drepfyndin og tekur hvorki sig né óperur yfirhöfuð alvarlega, sem við tengjum ansi vel við.” Smullu strax saman Upphaflega voru það þau Sólveig, Þórhallur Auður Helgason og Ragnar Pétur Jóhannsson sem stofnuðu hópinn. Síðan þá hafa þeir Áslákur Ingvarsson og Sigurður Helgi bæst í hópinn en sá síðarnefndi sér um tónlistarstjórn. Spurður hvernig það hafi komið til að Tómas gekk til liðs við Óð segir hann þríeykið hafa boðið sér að sjá um leikstjórn snemma á ferlinu. „Þá settum við upp sýninguna Ástardrykkurinn og smullum strax svo vel saman að ég var í raun strax tekinn inn sem einn af þeim. Samstarfið hefur gengið glimrandi vel enda erum við erum mjög samheldin í því hvernig við viljum setja upp leiksýningar. Þau eru öll með mikinn tónlistarbakgrunn og svo kem ég með minn leikhúsbakgrunn. Saman smellur þetta frábærlega vel saman. Spinnur eitthvað nýtt á hverjum degi Það er í raun mjög lítill munur á því hvernig ég nálgast verkin okkar sem leikstjóri og hvernig ég nálgast hefðbundnari leikrit. Við höfum þann lúxus að vera bara með eitt hljóðfæri, sem gerir okkur kleift að æfa senur mjög snemma eins og þær verða leiknar á sviðinu. Það breytist ekkert tónlistarlega frá ferlinu að sýningum, fyrir utan það að Sigurður, tónlistarstjóri og píanóleikari, spinnur eitthvað nýtt á hverjum degi. Tómas segir hreina unun að fylgjast með listafólkinu í hópnum blómstra á sviðinu. Gunnlöð Jóna Tenging söngvarana við Sigurð er mjög mikil svo þau geta í raun spunnið á sýningum, ef þeim dettur eitthvað sniðugt í hug í augnablikinu. Það er hrein unun að fylgjast með þessu frábæra tónlistarfólki nýta þessa hæfileika sína til að setja upp góð leikverk, sem vill þannig til að eru sungin. ” Sögufrægur salur endurgerður í upprunalegri mynd Tónleikarnir verða haldnir í sögufrægum sal við Austurvöll sem gengið hefur undir mörgum nöfnum í gegnum tíðina; Sjálfstæðishúsið og Sigtún en þekktasta viðurnefnið er vafalaust Nasa sem heiti tónleikanna vísa í. „Það er gleðilegt að sjá að salurinn hefur verið endurbyggður í upprunalegri mynd en gengur nú undir nafninu Sjálfstæðissalurinn til áminningar um langa sögu hússins.” Salurinn er hluti af Iceland Parliament Hotel og segir Tómas það draumi líkast að fá að setja upp tónleika í þessum húsakynnum. Tómas líkir því við heilaga stund að ganga inn í salinn. „Það verður magnað að flytja perlur óperusögunnar í þessum rómaða sal á menningarnótt.” Frítt er inn, húsið opnar kl. 17:00 og tónleikarnir sjálfir hefjast kl. 18:00. Reiknað er með því að prógrammið standi til 20:30 en gestum er frjálst að koma og fara eins og þeim hentar. Léttar veitingar verða til sölu á meðan á viðburðinum stendur. Nánar hér.
Leikhús Tónleikar á Íslandi Menningarnótt Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira