Hitti Þróttara sem voru að kafna úr gleði yfir Elínu Mettu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 10:01 Elín Metta Jensen fagnar hér einu af sextán mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen kom mörgum á óvart þegar hún setti fótboltaskóna á hilluna í fyrrahaust, þá aðeins 27 ára gömul. Það fagna því margir því að sjá eina af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar kvenna á Íslandi snúa aftur inn á völlinn. Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira