„Skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 14:01 Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, fyrir bikarúrslitaleikinn þegar Blikar voru á toppnum í Bestu deildinni og flestir héldu að þær væru að verða bikarmeistarar. Tveimur leikjum síðar er allt breytt og þá öskra veikleikar liðsins á þá sem á horfa. Vísir/Hulda Margrét Bestu mörkin gagnrýna gluggann hjá kvennaliði Breiðabliks sem hefur ekki styrkt sig neitt að ráði fyrir lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að vera að missa leikmenn í meiðsli og út í skóla til Bandaríkjanna. Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira