„Skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 14:01 Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, fyrir bikarúrslitaleikinn þegar Blikar voru á toppnum í Bestu deildinni og flestir héldu að þær væru að verða bikarmeistarar. Tveimur leikjum síðar er allt breytt og þá öskra veikleikar liðsins á þá sem á horfa. Vísir/Hulda Margrét Bestu mörkin gagnrýna gluggann hjá kvennaliði Breiðabliks sem hefur ekki styrkt sig neitt að ráði fyrir lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að vera að missa leikmenn í meiðsli og út í skóla til Bandaríkjanna. Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira