Áminning um að plastið drepi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 14:35 Ljóst er að mávurinn getur átt erfitt um vik nái hann ekki plastinu af sér. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir máva í byggð. Mávur sem festi plast á gogginn á sér á Álftanesi er áminning til allra um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu. Stofnunin hefur látið lögreglu og bæjaryfirvöld í Garðabæ vita af málinu. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“ Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Fréttastofu barst mynd frá áhyggjufullum íbúa á Álftanesi af mávi sem lent hefur í ógöngum vegna plastrusls. Íbúinn segir um að ræða áminningu um það að plastið drepi og sé til trafala í lífríkinu. Magn heimilisúrgangs að aukast ár frá ári Umhverfisstofnun hefur ekki borist tilkynning um tjéðan máv, að því er segir í svörum frá stofnunni. Málaflokkurinn sé ekki innan starfsemi stofnunarinnar en samt berist henni öðru hverju ábendingar um villt dýr í hremmingum sem skráðar eru í skjalakerfi stofnunarinnar og þær sendar áfram til viðeigandi aðila. Stofnunin safni hinsvegar ekki ábendingum á kerfisbundinn hátt þannig að auðvelt sé að fá yfirsýn yfir þær. Ábendingum hafi verið komið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og til Garðabæjar vegna aðgerða sem gæti þurft að grípa til svo hægt sé að losa plastið af fuglinum. „Magn heimilisúrgangs á Íslandi hefur verið að aukast ár frá ári en það er erfitt að segja til um hvort ásókn dýra í úrganginn sé að aukast. Einhverjir mávar verpa í Garðabæ en flestir mávarnir á Höfuðborgarsvæðinu eiga hingað lítið erindi inn í byggð annað en að gramsa eftir fæðu í aðgengilegu rusli bæjarbúa. Yfirfullar ruslatunnur og matarafgangar eru sérstaklega freistandi fyrir mávana.“ Hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman Í svörum stofnunarinnar segir að með því að landsmenn gangi vel frá ruslatunnum og passi að matarafgangar séu ekki skildir eftir úti, til dæmis eftir garðveislur, sé hægt að koma í veg fyrir að mönnum og mávum lendi saman. „Og því betur sem við göngum um, því færri verða tilvikin um að villt dýr lendi í hremmingum vegna nábýlisins við okkur. Þetta tilvik undirstrikar mikilvægi þess að við komum úrganginum okkar í réttan farveg.“ Mávurinn með plastdraslið á goggnum undirstriki mikilvægi þess að landsmenn komi úrgangi sínum í réttan farveg. Nýlega hafi verið innleitt bann við þeim einnota plastvörum sem líklegast eru til að stefna villtum dýrum í hættu, líkt og einnota hnífapörum, rörum og plastburðarpokum. Plastið safnist upp „Á sama tíma voru settar hertar reglur um notkun einnota plastumbúða eins og drykkjarmála, eins og það sem þessi mávur virðist hafa náð að troða á gogginn á sér. Plast brotnar yfirleitt ekki niður í náttúrunni, eða það gerist mjög hægt.“ Plastið safnist þess vegna upp og sýna rannsóknir Umhverfisstofnunar og Náttúrustofu Norðausturlands að stór hluti fýla við Íslandsstrendur eru með plast í maganum, að því er segir í svörum stofnunarinnar. „Eins og þessi mávur sýnir okkur, þá eru dýr lunkin við að koma sér í vandræði. Við getum tekið þessu sem áminningu um að ganga vel frá úrgangi og að minnka notkun á óþarfa plasti eftir bestu getu.“
Dýr Dýraheilbrigði Fuglar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira