Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 16:54 Þuríður Harpa segir mál Jakubs Polkowski fordæmisgefandi. vísir ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að hús Jakubs hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins í byrjun þessa mánaðar. Ákvörðun um málshöfðun var tekin á stjórnarfundi ÖBÍ í gær, að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ en RÚV greindi fyrst frá. Málið er höfðað á hendur íslenska ríkinu og kaupanda hússins. Ekki tókst að fá kaupanda til að hætta við kaupin en formaður bæjarráðs sagði í samtali fréttastofu að einstaklingar hafi boðið fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Stefna í vinnslu „Fólki var ofboðið hvernig þetta mál fór. Þetta er mikið réttlætismál og fordæmisgefandi fyrir stóran hóp. Það er talsvert stór stjórn sem tók ákvörðunina og þetta var einróma álit stjórnar,“ segir Þuríður Harpa í samtali við Vísi. „Sýslumaður á að gæta hagsmuna einstaklings, sem í þessu tilfelli er fatlaður. Hann viðist ekki hafa notið réttinda og það er enginn annar sem getur stigið inn í. Á þessum tímapunkti var það sýslumanns að sjá til þess að einstaklingurinn hafi viðeigandi úrræði og að einhver gæti hagsmuna hans.“ Ákvörðunin var tekin eftir að samráð var haft við lögmenn réttindasamtakanna. „Nú sjáum við bara hvað verður. Stefnan er í vinnslu og þegar hún er komin liggur þetta allt ljósara fyrir. Við vonumst auðvitað til þess að vinna þetta mál. Eða að minnsta kosti að þetta verði víti til varnaðar og að það gerist eitthvað hjá ríkinu sem verður til þess að gætt sé að hagsmunum allra,“ segir Þuríður Harpa að lokum. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. 5. júlí 2023 14:01 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Greint var frá málinu í lok júní. Kom þá fram að hús Jakubs hafi verið metið á 57 milljónir en selt á þrjár milljónir á nauðungaruppboði vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins í byrjun þessa mánaðar. Ákvörðun um málshöfðun var tekin á stjórnarfundi ÖBÍ í gær, að sögn Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns ÖBÍ en RÚV greindi fyrst frá. Málið er höfðað á hendur íslenska ríkinu og kaupanda hússins. Ekki tókst að fá kaupanda til að hætta við kaupin en formaður bæjarráðs sagði í samtali fréttastofu að einstaklingar hafi boðið fram nokkrar milljónir til þess að koma húsinu aftur í hendur fjölskyldunnar. Stefna í vinnslu „Fólki var ofboðið hvernig þetta mál fór. Þetta er mikið réttlætismál og fordæmisgefandi fyrir stóran hóp. Það er talsvert stór stjórn sem tók ákvörðunina og þetta var einróma álit stjórnar,“ segir Þuríður Harpa í samtali við Vísi. „Sýslumaður á að gæta hagsmuna einstaklings, sem í þessu tilfelli er fatlaður. Hann viðist ekki hafa notið réttinda og það er enginn annar sem getur stigið inn í. Á þessum tímapunkti var það sýslumanns að sjá til þess að einstaklingurinn hafi viðeigandi úrræði og að einhver gæti hagsmuna hans.“ Ákvörðunin var tekin eftir að samráð var haft við lögmenn réttindasamtakanna. „Nú sjáum við bara hvað verður. Stefnan er í vinnslu og þegar hún er komin liggur þetta allt ljósara fyrir. Við vonumst auðvitað til þess að vinna þetta mál. Eða að minnsta kosti að þetta verði víti til varnaðar og að það gerist eitthvað hjá ríkinu sem verður til þess að gætt sé að hagsmunum allra,“ segir Þuríður Harpa að lokum.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Stjórnsýsla Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Tengdar fréttir Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12 Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. 5. júlí 2023 14:01 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Útgerðarmaðurinn hyggst ekki draga kaupin til baka Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segist óska þess að sýslumaður hefði upplýst sig um stöðu ungs manns sem borinn verður út úr skuldlausi húsi sínu á föstudag. Útgerðarmaður sem keypti húsið á þrjár milljónir á nauðungaruppboði ætlar ekki að endurskoða kaupin. 28. júní 2023 20:12
Nokkrir boðið fram milljónir til að færa fjölskyldunni húsið aftur Einstaklingar hafa sett sig í samband við bæjarráð Reykjanesbæjar og boðist til að leggja fram fjármuni til kaupa á húsi ungs öryrkja sem missti heimili sitt á nauðungaruppboði. Nýr eigandi hefur ekki sýnt boðinu áhuga. 5. júlí 2023 14:01
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03