Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. ágúst 2023 13:31 Bændur á sex stöðum á landinu bjóða heim á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Aðsend Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar. Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Beint frá býli eru milliliðalaus viðskipti frá bónda til viðskiptavinar þar sem heimavinnsla og sala frá bændum fer fram. Markmið samtakanna Beint frá býli er meðal annars að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Það stendur mikið til hjá samtökunum á morgun sunnudag því þá verður 15 ára afmæli fagnað með opnu húsi fra klukkan 13:00 til 17:00 á sex bæjum víðs vegar um landið en bæirnir eru Háafell geitfjársetur á Vesturlandi, Brjánslækur á Barðaströnd á Vestfjörðum, Stórhóll í Skagafirði á Norðurlandi vestra, Holtasel í Eyjafjarðarsveit á Norðurlandi eystra, Lynghóll í Skriðdal á Austurlandi og Efsti Dalur tvö í Bláskógabyggð á Suðurlandi. Beint frá býli bændur eru með mjög fjölbreytta starfsemi þegar matvæli eru annars vegar.Aðsend Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Geitfjársetrinu Háafelli í Borgarfirði er formaður samtakanna Beint frá býli og veit allt um morgundaginn. „Sumir bændur eru að selja eitthvað og aðrir eru bara að kynna það sem þeir eru með og að taka pantanir eins og kjötframleiðendur fyrir haustið og svo er misjafnt hvað hver gerir en það verður allavega hægt að hitta fólk og tala við það, sjá hvað er í gangi hjá okkur. Svo er afmælisterta í boði frá Beint frá býli, kaffi og djús,” segir Jóhanna. Hjá Jóhönnu á Háfelli verða kvenfélagskonur líka með kökusölu og pylsur á grillinu, ásamt skottmarkaði og það verður hoppukastali á staðnum fyrir börnin og hægt að skoða geiturnar á bænum. Þetta er glæsilegt og skemmtilegt framtak hjá ykkur bændum hjá Beint frá býli. „Já það er bara nauðsynlegt að minna á okkur því að ég held að það sé svo mikilvægt að minna á svona starfsemi öðru hvoru.” Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, formaður Beint frá býli, sem er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.Aðsend Og þið eruð með fjölbreytta starfsemi á bæjunum? „Já við erum það á svonum flestum stöðunum en það er mis mikið Sumir af þessum stöðum eru náttúrulega opnir og taka á móti ferðafólki og eru jafnvel með verslanir á staðnum eins og hérna hjá okkur er verslun á staðnum og við erum að fá 80 til 100 manns á dag yfir sumarið og allt upp í 200 til 300 manns, þannig að það er aðeins misjafnt hvernig aðstaðan er á hverjum stað,” segir Jóhanna Bergmann um leið og hún hvetur landsmenn til að heimsækja bæina á morgun, sunnudaginn 20. ágúst frá 13:00 til 17:00. Heimasíða Beint frá býli Jóhanna í verslun sinni á Háfelli þar sem meira en nóg er að gera yfir sumartímann.Aðsend
Landbúnaður Borgarbyggð Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira