Dýralæknir með einkaleyfi á skutlum ráðgjafi stjórnvalda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2023 12:29 Øen segist ekki fá mikið borgað fyrir einkaleyfið og hann eyði peningnum öllum í ferðir á hvalaráðstefnur. Samsett. Egill Aðalsteinsson og NAMMCO Norskur dýralæknir, Egil Ole Øen, ráðlagði íslensku ríkisstjórninni varðandi hvalveiðar á sama tíma og hann hagnaðist á einkaleyfi sprengiskutuls. Dýraverndarsamtök gagnrýna aðkomu læknisins. Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali. Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Øen hefur átt einkaleyfið í meira en tvo áratugi samkvæmt Heimildinni og breska blaðinu The Telegraph. En skutlunum er ætlað að drepa hvali á sem skemmstum tíma. Þeir þurfa hins vegar að lenda á ákveðnum stöðum á líkama hvalsins, svo sem í hálsi eða heila, sem gerist ekki alltaf. Fiskistofa fékk hinn norska dýralækni til þess að fylgjast með langreyðaveiðum árið 2014 og lagði hann fram skýrslu þess efnis árið 2015, í tíð Sigurðar Inga Jóhannssonar sem sjávarútvegsráðherra. Øen hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir Hval hf. „Ef búnaðurinn springur ekki þá þarf af hlaða skutulinn í annað skot. Þetta tekur um átta mínútur og eykur verulega á kvalir hvalsins. Oftar tekur þetta mun lengur en átta mínútur og getur jafn vel tekið nokkra klukkutíma,“ segir Danny Groves, samskiptastjóri hinna bresku Hvala og höfrunga verndarsamtaka sem vilja bann Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varanlegt. Hann segir aðkomu Øen einkar gagnrýnisverða. „Þetta er spurning um siðferði. Það lítur aldrei vel út að hafa ráðgjafadýralækni sem er að hagnast af grimmdarlegri starfsemi,“ segir Groves. Fær lítið borgað Øen segir við The Telegraph að hann fái ekki mikið borgað fyrir einkaleyfið og hafnar því að um sé að ræða hagsmunaárekstur. „Einkaleyfið hefur ekkert að gera með skutlana sjálfa. Þetta snýst um öryggi sem kemur í veg fyrir eldsvoða. Það hefur aldrei verið leyndarmál að ég hafi fundið þennan búnað upp og deilt honum með verkfræðingnum sem hannað skutulinn. Ég er stoltur af því að hafa sennilega bjargað mannslífum,“ segir Øen. Að sögn Øen hafa tekjurnar af einkaleyfinu aðeins verið um 2 þúsund pund á ári, eða um 340 þúsund krónur. Þennan pening hafi hann notað til þess að borga upp í ferðir á ráðstefnur um hvali.
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent