Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 18:12 Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því ástandi sem hefur skapast á bráðamóttöku Landspítalans eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. Hjúkrunarfræðingur segir heimsóknum á bráðamóttöku vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð hafa fjölgað mikið frá því úrræðinu var lokað fyrir hálfu ári. Einn einstaklingur hafi á þeim tíma leitað hundrað sinnum á bráðamóttökuna. Við fjöllum áfram um hátt vaxtastig en formaður Neytendasamtakanna segir tilfellum fara fjölgandi þar sem fólk á á sextugs og sjötugsaldri leiti til samtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka til að láta enda ná saman. Umhverfisráðherra telur ljóst að þörf sé á meiri grænni orku, ef Ísland ætli að eiga möguleika á því að standa við loftslagsmarkmið sín. Hann segir umræðu um græna orku hér á landi undarlega, og ekki í takt við það sem þekkist annars staðar. Í dag var greint frá því að samkvæmt raforkuspá Landsnets muni markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Vladimír Pútín hefur vottað fjölskyldum þeirra sem fórust eftir að flugvél hrapaði skammt frá Moskvu í gær samúð sína, en Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, er á meðal þeirra sem talin eru af. Úkraínuforseti sakaði Pútín í dag óbeint um að standa að baki því að flugvélin fórst. Og við verðum í beinni frá ilmsánu í Mosfellsbæ, en hátíðin Í túninu heima fer fram í bænum um þessar mundir. Þetta, og fleira, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Við fjöllum áfram um hátt vaxtastig en formaður Neytendasamtakanna segir tilfellum fara fjölgandi þar sem fólk á á sextugs og sjötugsaldri leiti til samtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka til að láta enda ná saman. Umhverfisráðherra telur ljóst að þörf sé á meiri grænni orku, ef Ísland ætli að eiga möguleika á því að standa við loftslagsmarkmið sín. Hann segir umræðu um græna orku hér á landi undarlega, og ekki í takt við það sem þekkist annars staðar. Í dag var greint frá því að samkvæmt raforkuspá Landsnets muni markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Vladimír Pútín hefur vottað fjölskyldum þeirra sem fórust eftir að flugvél hrapaði skammt frá Moskvu í gær samúð sína, en Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, er á meðal þeirra sem talin eru af. Úkraínuforseti sakaði Pútín í dag óbeint um að standa að baki því að flugvélin fórst. Og við verðum í beinni frá ilmsánu í Mosfellsbæ, en hátíðin Í túninu heima fer fram í bænum um þessar mundir. Þetta, og fleira, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira