Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Theodóra S. Þorsteinsdóttir er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra. Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra.
Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20