Óli Jó sammála Óskari Hrafni: „Einhverjir stælar í þeim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2023 11:32 Óskar Hrafn Þorvaldsson skillti upp varaliði í leik Víkings og Breiðabliks í gær. vísir/hulda margrét Ólafur Jóhannesson var hrifinn af því útspili Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að tefla fram varaliði í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla í gær. Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings. Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Breiðablik stendur í ströngu þessa dagana enda statt í miðju einvígi gegn Struga. Blikar unnu fyrri leikinn í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu. Liðin mætast öðru sinni í Kópavoginum á fimmtudaginn. Sigurvegarinn kemst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar sóttu um að leiknum gegn Víkingum í gær yrði frestað en fengu neitun. Breiðablik mætti seint til leiks gegn Víkingi í gær og tefldi fram varaliði. Það mátti sín lítils gegn ógnarsterkum Víkingum sem unnu 5-3 sigur. Ólafur fór yfir leiki helgarinnar í Bestu deildinni í Tilþrifunum í gær. Hann kvaðst skilja afstöðu Blika. „Ég er algjörlega sammála Óskari. Breiðablik átti að fá þessum leik frestað. Það er enginn vafi í mínum huga. Þeir gátu ekki spilað í landsleikjahléinu en einhvers staðar varð að finna leið til að spila hann,“ sagði Ólafur. „Sem þjálfari hefði ég gert það sama og Óskar. Það er ljóst að enginn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í kvöld [í gær] er að fara spila Evrópuleikinn. Ég held að það sé alveg ljóst. Ég hefði gert það sama. Það er hellingur undir, peningar og skemmtilegheit. Ég skil hann að því leytinu til og leikurinn kannski sem slíkur skiptir þá ekki miklu máli upp á hvar þeir enda í deildinni.“ Smá reikistefna var fyrir leikinn í Víkinni enda mættu Blikar seint til leiks og gáfu ekki upp byrjunarlið sitt fyrr en um hálftíma fyrir leik. Í viðtali fyrir leik skaut Óskar líka á Víking fyrir slakan árangur í Evrópuleikjum undanfarinna ára. „Þetta eru bara einhverjir stælar í þeim. Það er líka pínulítið gaman að því,“ sagði Ólafur. Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 38 stig, átján stigum á eftir toppliði Víkings.
Besta deild karla Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira