Dauðar kindur rekur á land: „Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. ágúst 2023 13:53 Hræ dýranna reka á land við fiskeldið. Sveinn Viðarsson Eigandi fiskeldis í Vatnsfirði segir að fimm kindur hafi drepist og rekið á land á einni viku. Þá sé mikill ágangur af fé frá nágrannabæ. Eigandi kindanna segir slæmt að ekki sé látið vita af kindum í hættu og að eiganda fiskeldisins sé frjálst að girða sig af. „Þetta er hérna fyrir framan hjá okkur þar sem krakkarnir eru að leika sér. Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni,“ segir Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði, á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann rekur fiskeldi en heldur engar kindur á bænum. Sveinn segist hafa séð um fimm kindur reka á land, sumar reki aftur út á sjó en aðrar liggi og úldni í fjörunni. „Í svona hita úldnar þetta alveg um leið og það verður ægileg pest af þessu,“ segir hann. Að sögn Sveins eru sker sem teygja sig langt út á sjó, fjaran sé löng með þarabeltum. Hvergi sé sjávarfallahæð, það er munurinn á flóði og fjöru, meiri en á þessu svæði. „Þetta er kannski hálfur kílómetri eða lengra og það fellur hratt að. Þetta er svo flatt. Þær lenda í sjálfheldu þarna. Þær stökkva út í og svo þegar það flæðir inn í eyrun á þeim missa þær áttirnar,“ segir Sveinn. Sveinn segist ekki ætla að fara leggja sig í hættu til að reyna að bjarga þessum kindum. Hann telji það heldur ekki vera í sínum verkahring. Ágangsfé étur blómin Ofan á þetta þá hafi verið mikill ágangur af sauðfé í sumar. Heitt og vatnslaust hafi verið og féð hafi því sótt í tjarnir við fiskeldið og í garða og étið öll blóm. Bað hann sveitarfélagið Vesturbyggð um að smala fénu en því var hafnað og bendir á að eigandi kindanna sitji í nefndum sveitarfélagsins. Einnig hefur hann tilkynnt málið til Matvælastofnunar en ekki fengið svör. Slæmt ef fólk tilkynni ekki dýr í háska Jóhann Pétur Ágústsson, á Brjánslæk, segist eiga féð sem Sveinn sá reka í fjöruna. Eða að minnsta kosti það sem hann hefur séð ljósmyndir af. Hann segist ekki vita hversu margar kindur hann hafi misst í sjóinn undanfarið. Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975.Vísir/Vilhelm „Féð gengur í úthaga allt sumarið og í innfjörðum Breiðafjarðar er flæðihætta víða,“ segir Jóhann Pétur. „Það er farið að stækka straum núna og þá eykst sá möguleiki að það geti verið flæðihætta. Ég veit ekki af hverju þetta er svona áberandi á þessum eina stað.“ Hann segir slæmt að fólk láti ekki vita þegar það verði vart við dýr í háska, heldur fylgist með þeim drepast. „Við fáum oft hringingar frá fólki sem sér eitthvað svona og við getum þá brugðist við. En ef fólk fylgist með þessu til að geta tekið af þessu myndir þá er það svolítið slæmt,“ segir Jóhann. Fólki frjálst að girða sig af Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975. Jóhann segir að þótt hluti Brjánslækjarjarðarinnar hafi farið undir friðland hafi allar nytjar jarðarinnar haldist óbreyttar. Þar á meðal öll beit. Hann segir að fiskeldið sé staðsett á tveggja hektara lóð sem hægt sé að girða af. „Þetta er lóð sem er sett í miðju landbúnaðarlandi. Fólki er frjálst að girða sig af,“ segir hann. Landbúnaður Vesturbyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Þetta er hérna fyrir framan hjá okkur þar sem krakkarnir eru að leika sér. Þetta liggur hérna rotnandi í fjörunni,“ segir Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði, á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann rekur fiskeldi en heldur engar kindur á bænum. Sveinn segist hafa séð um fimm kindur reka á land, sumar reki aftur út á sjó en aðrar liggi og úldni í fjörunni. „Í svona hita úldnar þetta alveg um leið og það verður ægileg pest af þessu,“ segir hann. Að sögn Sveins eru sker sem teygja sig langt út á sjó, fjaran sé löng með þarabeltum. Hvergi sé sjávarfallahæð, það er munurinn á flóði og fjöru, meiri en á þessu svæði. „Þetta er kannski hálfur kílómetri eða lengra og það fellur hratt að. Þetta er svo flatt. Þær lenda í sjálfheldu þarna. Þær stökkva út í og svo þegar það flæðir inn í eyrun á þeim missa þær áttirnar,“ segir Sveinn. Sveinn segist ekki ætla að fara leggja sig í hættu til að reyna að bjarga þessum kindum. Hann telji það heldur ekki vera í sínum verkahring. Ágangsfé étur blómin Ofan á þetta þá hafi verið mikill ágangur af sauðfé í sumar. Heitt og vatnslaust hafi verið og féð hafi því sótt í tjarnir við fiskeldið og í garða og étið öll blóm. Bað hann sveitarfélagið Vesturbyggð um að smala fénu en því var hafnað og bendir á að eigandi kindanna sitji í nefndum sveitarfélagsins. Einnig hefur hann tilkynnt málið til Matvælastofnunar en ekki fengið svör. Slæmt ef fólk tilkynni ekki dýr í háska Jóhann Pétur Ágústsson, á Brjánslæk, segist eiga féð sem Sveinn sá reka í fjöruna. Eða að minnsta kosti það sem hann hefur séð ljósmyndir af. Hann segist ekki vita hversu margar kindur hann hafi misst í sjóinn undanfarið. Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975.Vísir/Vilhelm „Féð gengur í úthaga allt sumarið og í innfjörðum Breiðafjarðar er flæðihætta víða,“ segir Jóhann Pétur. „Það er farið að stækka straum núna og þá eykst sá möguleiki að það geti verið flæðihætta. Ég veit ekki af hverju þetta er svona áberandi á þessum eina stað.“ Hann segir slæmt að fólk láti ekki vita þegar það verði vart við dýr í háska, heldur fylgist með þeim drepast. „Við fáum oft hringingar frá fólki sem sér eitthvað svona og við getum þá brugðist við. En ef fólk fylgist með þessu til að geta tekið af þessu myndir þá er það svolítið slæmt,“ segir Jóhann. Fólki frjálst að girða sig af Vatnsfjörður hefur verið friðland frá árinu 1975. Jóhann segir að þótt hluti Brjánslækjarjarðarinnar hafi farið undir friðland hafi allar nytjar jarðarinnar haldist óbreyttar. Þar á meðal öll beit. Hann segir að fiskeldið sé staðsett á tveggja hektara lóð sem hægt sé að girða af. „Þetta er lóð sem er sett í miðju landbúnaðarlandi. Fólki er frjálst að girða sig af,“ segir hann.
Landbúnaður Vesturbyggð Fiskeldi Tengdar fréttir Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45 Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55 Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Búfé gengið laust öldum saman og engin lög sett sem breyta því Bændasamtök Íslands hafa sent sveitarfélögum landsins bréf til að skýra sína afstöðu varðandi umræðuna um ágangsfé. Samtökin segja nýlega úrskurði og álit ekki breyta því að fé megi ganga laust. 21. júlí 2023 07:45
Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi Landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár á Íslandi. Hann bendir á að ríkið verji hálfum milljarði króna á hverju ári í girðingar til að verjast sauðfé og að þetta gæti einnig auðveldað bændum að smala. 31. maí 2020 06:55
Lausaganga búfjár verður ekki bönnuð með einu pennastriki Yfirlýsing landgræðslustjóra, um að hann vilji banna lausagöngu búfjár á Íslandi, fellur í grýttan jarðveg hjá formanni Bændasamtaka Íslands, sem segir hana óheppilega. 2. júní 2020 22:50
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent