Húsið var byggt árið 1969 og hefur fengið töluverðar endurbætur síðastliðin ár.
Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis segir að eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu, þvottahús og yfirbyggða sólstofu sem í dag er nýtt sem tvö herbergi. Einstakt útsýni af efri hæð hússins sem nær út á Faxaflóa þar sem Akrafjall, Skarðsheiðin og Esjan blasa við. Auk þess er stór og gróinn garður við húsið sem er staðsett innst inni í rólegri og fjölskylduvænni botnlangagötu.









