Immortals of Aveum: Erfitt að vera meira miðlungs Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2023 08:45 Jak er aðalhetja Immortals of Aveum. Jak er á köflum óþolandi. Ascendant Studios Einn af framleiðendum Immortals of Aveum lýsti honum einu sinn sem Call of Duty með galdra og er hann kallaður „Fyrstu persónu galdraskotleikur“. Það er ekkert fjarri lagi en í leiknum setur maður sig í spor hermanns og galdramanns í dularfullum heimi þar sem ríki berjast í endalausu stríði um yfirráð yfir göldrum. Immortals er svo sem allt í lagi leikur sem þvælist svolítið fyrir sjálfum sér. Bardagakerfið er skemmtilegasti hluti leiksins en það verður þó frekar einsleitt á köflum en sagan er það versta við leikinn. Spilarar Immortals of Aveum, sem er fyrsti leikur Ascendant Studios, setja sig í spor ungs manns sem heitir Jak. Eftir mikið harðræði gengur hann í her ríkis, sem ég get ómögulega munað hvað heitir. Þetta ríki á allavega í mikilli og erfiðri baráttu við vondan mann í öðru ríki sem hefur þegar sigrað nánast alla sína óvini. Jak og félagar eru þeir einu sem standa í vegi hans. Eftir nokkur ár í hernum gengur Jak til liðs við hersveit sem kallast Immortals en þeir eiga að vera bestu galdrakarlar heimsins. Með þeim berst hann svo einnig gegn vondu körlunum, sem ég man ekki heldur hvað heita. Það er eiginlega skrítið. Ég er búinn að heyra þessi nöfn fáránlega oft en ég bara get ekki munað þau. Þar komum við þó að því sem ég hef út á þennan leik að setja. Þetta er ein af betri persónum leiksins. Það er mögulega út af Firefly sem mér finnst það.Ascendant Studios Sagan fangar alls ekki Það helsta sem ég út á leikinn að setja er að þó söguheimurinn geti veri áhugaverður er saga leiksins einstaklega mikið miðlungs. Á engum tímapunkti var mér örðu meira en skítsama um hvað var að gerast í leiknum. Ég hafði meiri áhuga á söguheiminum sjálfum en heimurinn sem spilarar upplifa er byggður á grunni fornrar og öflugrar siðmenningar sem virðist hafa gufað upp. Ég er ekki að spennuspilla en snemma kemur svo í ljós að galdrar eru að ganga af heiminum dauðum en mennirnir geta samt ekki eða vilja ekki hætta að nota þá. Persónurnar í leiknum finnst mér steríótýpískar og oft pirrandi, þó nokkrar þeirra séu áhugaverðar og vel talsettar. Jak er sérstaklega þreytandi, sem hjálpar ekki til þar sem hann er aðalpersónan, en hann er annaðhvort að vera mega drullusokkur eða heimskur. Fyrstu persónu skotleikir eru þó ekki þekktir fyrir frábæra sögusköpun. Eitt það allra versta við leikinn er þó að það er ekki hægt að sleppa við að horfa á myndböndin í honum. Það þýðir að ég þurfti að horfa á það allt en fékk samt engan áhuga á því sem var að gerast og man bókstaflega ekkert af því. Jak hefur margar leiðir til að stúta óvinum sínum.Ascendant Studios Bardagakerfið er best Bardagakerfi Immortals er líklega það besta við hann. Galdrar heimsins eru í þremur litaútgáfum. Blár er til að skjóta gaura á færi, grænn er til að dæla skotum í þá hratt og rauður er til að skjóta menn og skrímsli í návígi. Fyrir þá sem spila skotleiki reglulega, þá er blár DMR, grænn er SMG og rauður er haglabyssa. Í Immortals virkar þetta nánast eins og að skjóta úr byssum í sambærilegum tölvuleikjum. Jak kann þar að auki að búa til skjöld sem óvinir geta ekki skotið í gegnum. Hann getur einnig fjarflutt sig úr hættu og kippt óvinum til sín, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hvern dauðan óvin fær Jak reynslu, sem spilarar geta svo notað til að gera galdrana betri og öflugri og stillt hæfileika Jaks eftir því hvernig þeim finnst skemmtilegast og best að spila. Þar fá spilarar nokkuð umfangsmiklar leiðir til að fínpússa Jak eftir eigin höfði, sem er gott. Bardagar þykja mér skemmtilegasti hluti leiksins. Annað væri að vísu mjög skrítið, þar sem þetta er skotleikur og þeir eiga það til að snúast um bardaga. Gallinn er þó sá að bardagar eiga á hættu að verða einsleitir og svo fara allir litirnir í taugarnar á mér, þar sem það verður á köflum erfitt að sjá hvað er að gerast. Lítur vel út Immortals of Aveum lítur bara vel út. Ég spilaði leikinn á PC en þurfti því miður að lækka alla grafík töluvert, þar sem leikurinn krefst öflugs tækjabúnaðar, samkvæmt sérfræðingunum í Digital Foundry. Hjá mér höktir leikurinn stundum þegar það er mikið um að vera, sem getur verið óþolandi, en það er mögulega bara SammaVandi og skilaboð um að ég þurfi að uppfæra eitthvað. Umhverfi Immortals eru vel hannað og á köflum stórglæsilegt. Leikurinn gerist í opnum heimi og finna má þrautir og kistur með gulli víðsvegar um hann. Þegar Jak lærir nýja galdra borgar það sig að fara yfir gömul svæði, þar sem hægt að opna þau frekar og leysa þrautir sem ekki voru aðgengilegar áður. Fyrir þetta gull og þrautir sem maður leysir fær maður hringa, armbönd og annað sem hjálpar Jak og hægt er að nota til að fínpússa hann enn frekar, þar sem þessir munir bæta mismunandi galdra hans. Galdrar flæða um söguheim Immortals of Aveum en eru að eyðileggja heiminn. Þetta er augljóslega allegoría fyrir brennslu manna á jarðeldsneyti.Ascendant Studios Fáir að spila Immortals, sem er einspilunarleikur, var ekki gefinn út á góðum tíma, en hann kom út 22. ágúst. Það er á svipuðum tíma og Baldurs Gate 3, sem Leikjavísir fjallaði um á dögunum, og Starfield, nýjasti leikur Bethesda. Armor Core 6 er líka nýkominn út og það er mikið um að vera. Sjá einnig: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Samkvæmt Forbes hefur leikurinn ekki vakið mikla lukku á Steam og var mest 751 að spila hann þar á sama tíma. Það er merkilega lágt en leikurinn er gefinn út af EA og þeir eiga eigin leikjaveitu, þar sem fleiri gætu verið að spila hann á PC. Svo er hann auðvitað einnig gefinn út á PlayStation og Xbox en það lítur út fyrir að útgáfa Immortals hafi ekki gengið vel. Samantekt-ish Ég fór inn í Immortals of Aveum með litlar sem engar væntingar. Ég tek lítið sem ekkert frá honum. Þessi leikur fæddist úr ágætis hugmynd um galdraskotleik en það er eitthvað off við framkvæmdina. Bardagakerfið er fínt en leikurinn er allur svo mikið mehhh, eitthvað. Ég er ekki að koma þessu vel frá mér en reynum aftur. Immortals er tölvuleikur sem er allt í lagi en lítið meira en það. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Immortals er svo sem allt í lagi leikur sem þvælist svolítið fyrir sjálfum sér. Bardagakerfið er skemmtilegasti hluti leiksins en það verður þó frekar einsleitt á köflum en sagan er það versta við leikinn. Spilarar Immortals of Aveum, sem er fyrsti leikur Ascendant Studios, setja sig í spor ungs manns sem heitir Jak. Eftir mikið harðræði gengur hann í her ríkis, sem ég get ómögulega munað hvað heitir. Þetta ríki á allavega í mikilli og erfiðri baráttu við vondan mann í öðru ríki sem hefur þegar sigrað nánast alla sína óvini. Jak og félagar eru þeir einu sem standa í vegi hans. Eftir nokkur ár í hernum gengur Jak til liðs við hersveit sem kallast Immortals en þeir eiga að vera bestu galdrakarlar heimsins. Með þeim berst hann svo einnig gegn vondu körlunum, sem ég man ekki heldur hvað heita. Það er eiginlega skrítið. Ég er búinn að heyra þessi nöfn fáránlega oft en ég bara get ekki munað þau. Þar komum við þó að því sem ég hef út á þennan leik að setja. Þetta er ein af betri persónum leiksins. Það er mögulega út af Firefly sem mér finnst það.Ascendant Studios Sagan fangar alls ekki Það helsta sem ég út á leikinn að setja er að þó söguheimurinn geti veri áhugaverður er saga leiksins einstaklega mikið miðlungs. Á engum tímapunkti var mér örðu meira en skítsama um hvað var að gerast í leiknum. Ég hafði meiri áhuga á söguheiminum sjálfum en heimurinn sem spilarar upplifa er byggður á grunni fornrar og öflugrar siðmenningar sem virðist hafa gufað upp. Ég er ekki að spennuspilla en snemma kemur svo í ljós að galdrar eru að ganga af heiminum dauðum en mennirnir geta samt ekki eða vilja ekki hætta að nota þá. Persónurnar í leiknum finnst mér steríótýpískar og oft pirrandi, þó nokkrar þeirra séu áhugaverðar og vel talsettar. Jak er sérstaklega þreytandi, sem hjálpar ekki til þar sem hann er aðalpersónan, en hann er annaðhvort að vera mega drullusokkur eða heimskur. Fyrstu persónu skotleikir eru þó ekki þekktir fyrir frábæra sögusköpun. Eitt það allra versta við leikinn er þó að það er ekki hægt að sleppa við að horfa á myndböndin í honum. Það þýðir að ég þurfti að horfa á það allt en fékk samt engan áhuga á því sem var að gerast og man bókstaflega ekkert af því. Jak hefur margar leiðir til að stúta óvinum sínum.Ascendant Studios Bardagakerfið er best Bardagakerfi Immortals er líklega það besta við hann. Galdrar heimsins eru í þremur litaútgáfum. Blár er til að skjóta gaura á færi, grænn er til að dæla skotum í þá hratt og rauður er til að skjóta menn og skrímsli í návígi. Fyrir þá sem spila skotleiki reglulega, þá er blár DMR, grænn er SMG og rauður er haglabyssa. Í Immortals virkar þetta nánast eins og að skjóta úr byssum í sambærilegum tölvuleikjum. Jak kann þar að auki að búa til skjöld sem óvinir geta ekki skotið í gegnum. Hann getur einnig fjarflutt sig úr hættu og kippt óvinum til sín, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir hvern dauðan óvin fær Jak reynslu, sem spilarar geta svo notað til að gera galdrana betri og öflugri og stillt hæfileika Jaks eftir því hvernig þeim finnst skemmtilegast og best að spila. Þar fá spilarar nokkuð umfangsmiklar leiðir til að fínpússa Jak eftir eigin höfði, sem er gott. Bardagar þykja mér skemmtilegasti hluti leiksins. Annað væri að vísu mjög skrítið, þar sem þetta er skotleikur og þeir eiga það til að snúast um bardaga. Gallinn er þó sá að bardagar eiga á hættu að verða einsleitir og svo fara allir litirnir í taugarnar á mér, þar sem það verður á köflum erfitt að sjá hvað er að gerast. Lítur vel út Immortals of Aveum lítur bara vel út. Ég spilaði leikinn á PC en þurfti því miður að lækka alla grafík töluvert, þar sem leikurinn krefst öflugs tækjabúnaðar, samkvæmt sérfræðingunum í Digital Foundry. Hjá mér höktir leikurinn stundum þegar það er mikið um að vera, sem getur verið óþolandi, en það er mögulega bara SammaVandi og skilaboð um að ég þurfi að uppfæra eitthvað. Umhverfi Immortals eru vel hannað og á köflum stórglæsilegt. Leikurinn gerist í opnum heimi og finna má þrautir og kistur með gulli víðsvegar um hann. Þegar Jak lærir nýja galdra borgar það sig að fara yfir gömul svæði, þar sem hægt að opna þau frekar og leysa þrautir sem ekki voru aðgengilegar áður. Fyrir þetta gull og þrautir sem maður leysir fær maður hringa, armbönd og annað sem hjálpar Jak og hægt er að nota til að fínpússa hann enn frekar, þar sem þessir munir bæta mismunandi galdra hans. Galdrar flæða um söguheim Immortals of Aveum en eru að eyðileggja heiminn. Þetta er augljóslega allegoría fyrir brennslu manna á jarðeldsneyti.Ascendant Studios Fáir að spila Immortals, sem er einspilunarleikur, var ekki gefinn út á góðum tíma, en hann kom út 22. ágúst. Það er á svipuðum tíma og Baldurs Gate 3, sem Leikjavísir fjallaði um á dögunum, og Starfield, nýjasti leikur Bethesda. Armor Core 6 er líka nýkominn út og það er mikið um að vera. Sjá einnig: Mögulega heimsins besti hlutverkaleikur Samkvæmt Forbes hefur leikurinn ekki vakið mikla lukku á Steam og var mest 751 að spila hann þar á sama tíma. Það er merkilega lágt en leikurinn er gefinn út af EA og þeir eiga eigin leikjaveitu, þar sem fleiri gætu verið að spila hann á PC. Svo er hann auðvitað einnig gefinn út á PlayStation og Xbox en það lítur út fyrir að útgáfa Immortals hafi ekki gengið vel. Samantekt-ish Ég fór inn í Immortals of Aveum með litlar sem engar væntingar. Ég tek lítið sem ekkert frá honum. Þessi leikur fæddist úr ágætis hugmynd um galdraskotleik en það er eitthvað off við framkvæmdina. Bardagakerfið er fínt en leikurinn er allur svo mikið mehhh, eitthvað. Ég er ekki að koma þessu vel frá mér en reynum aftur. Immortals er tölvuleikur sem er allt í lagi en lítið meira en það.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira