„Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 15:20 Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. Göt á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði uppgötvuðust fyrir rúmri viku. Í kjölfarið var óttast að eldislaxinn gengi upp fjölda laxveiðáa á Norðvesturlandi. Við könnun Matvælastofnunar kom í ljós að sennilega sé ekki um stóra slysasleppingu að ræða. Mismunur á fjölda fiska sem fóru í kvína og fjöldi slátraðra fiska reyndust innan skekkjumarka en mögulegt er að allt að 3,500 hafi strokið úr kvínni. Sex fiskar veiddust í net Fiskistofu í Patreksfirði vikunni. Sjá einnig: Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Veiddir í frárennsli frá virkjun Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Fish segir götin bæði lítil og fiskinn stóran. „Við vitum líka að almennt þegar svona fiskur sleppur, þá er tilhneiging hjá fisknum til að halda sig undir kvíunum, þar sem hann er vanur að fá fóður og ekki fara neitt langt í burtu, allavega svona hratt og vel,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Áhyggjur laxveiðimanna eru fyrst og fremst af erfðablöndun eldislaxins við villta laxastofninn og er talið að með viðvarandi ágangi eldislaxins dragi það verulega úr hæfni villta laxins. Daníel telur að kerfið verndi villta laxinn eins vel og mögulegt er. „Ástæðan fyrir því að laxeldi er leyft á Vestfjörðum og Austfjörðum er fjarlægðin frá helstu laxveiðiám. Þar sem laxeldi er starfrækt eru litlar ár með litla stofna, sem hafa hingað til ekki verið skilgreindar sem laxveiðiár. Til dæmis Mjólká þar sem mest hefur veiðst af fisknum, sem er bara frárennsli frá virkjun og hefur engan sjálfstæðan laxastofn.“ Daníel segir að frá því fiskeldi hófst hafi einungis tíu staðfestir eldislaxar veiðst í ám sem skilgreindar seú sem laxveiðiár. Kerfi sem verndi villta stofninn „Svo erum við með bæði þessi burðarþol og áhættumat sem eiga að tryggja það að fiskeldið verði ekki í því magni að villtum laxi stafi ógn af. Samkvæmt MAST hafa níu tilvik komið upp frá árinu 2015 þar sem göt fundust á kvíum. Stærsta slysasleppingin átti sér stað hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði í október á síðasta ári þegar ljóst varð að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. Matvælastofnun lagði í kjölfarið 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið. Er ekki óviðunandi að slysasleppingar eigi sér stað nokkuð reglulega? „Ég er ekki sammála því að þetta sé að gerast reglulega. Það hafa ekki orðið nein alvarleg slepping hjá okkur fram að þessu,“ segir Daníel. „Ég get fullyrt að á Íslandi er aðeins leyfilegt að vera með besta mögulega búnað til fiskeldis.“ „Svo á kerfið auðvitað að vera þannig hannað að þegar þessi slys verða, þá eigi villta laxastofninum eigi ekki að stafa nein hætta af. Ég held að okkur hér á Íslandi hafi tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn, meðal annars með fjarlægð við villta laxastofna.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Stangveiði Tengdar fréttir Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Göt á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði uppgötvuðust fyrir rúmri viku. Í kjölfarið var óttast að eldislaxinn gengi upp fjölda laxveiðáa á Norðvesturlandi. Við könnun Matvælastofnunar kom í ljós að sennilega sé ekki um stóra slysasleppingu að ræða. Mismunur á fjölda fiska sem fóru í kvína og fjöldi slátraðra fiska reyndust innan skekkjumarka en mögulegt er að allt að 3,500 hafi strokið úr kvínni. Sex fiskar veiddust í net Fiskistofu í Patreksfirði vikunni. Sjá einnig: Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Veiddir í frárennsli frá virkjun Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Fish segir götin bæði lítil og fiskinn stóran. „Við vitum líka að almennt þegar svona fiskur sleppur, þá er tilhneiging hjá fisknum til að halda sig undir kvíunum, þar sem hann er vanur að fá fóður og ekki fara neitt langt í burtu, allavega svona hratt og vel,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Áhyggjur laxveiðimanna eru fyrst og fremst af erfðablöndun eldislaxins við villta laxastofninn og er talið að með viðvarandi ágangi eldislaxins dragi það verulega úr hæfni villta laxins. Daníel telur að kerfið verndi villta laxinn eins vel og mögulegt er. „Ástæðan fyrir því að laxeldi er leyft á Vestfjörðum og Austfjörðum er fjarlægðin frá helstu laxveiðiám. Þar sem laxeldi er starfrækt eru litlar ár með litla stofna, sem hafa hingað til ekki verið skilgreindar sem laxveiðiár. Til dæmis Mjólká þar sem mest hefur veiðst af fisknum, sem er bara frárennsli frá virkjun og hefur engan sjálfstæðan laxastofn.“ Daníel segir að frá því fiskeldi hófst hafi einungis tíu staðfestir eldislaxar veiðst í ám sem skilgreindar seú sem laxveiðiár. Kerfi sem verndi villta stofninn „Svo erum við með bæði þessi burðarþol og áhættumat sem eiga að tryggja það að fiskeldið verði ekki í því magni að villtum laxi stafi ógn af. Samkvæmt MAST hafa níu tilvik komið upp frá árinu 2015 þar sem göt fundust á kvíum. Stærsta slysasleppingin átti sér stað hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði í október á síðasta ári þegar ljóst varð að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. Matvælastofnun lagði í kjölfarið 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið. Er ekki óviðunandi að slysasleppingar eigi sér stað nokkuð reglulega? „Ég er ekki sammála því að þetta sé að gerast reglulega. Það hafa ekki orðið nein alvarleg slepping hjá okkur fram að þessu,“ segir Daníel. „Ég get fullyrt að á Íslandi er aðeins leyfilegt að vera með besta mögulega búnað til fiskeldis.“ „Svo á kerfið auðvitað að vera þannig hannað að þegar þessi slys verða, þá eigi villta laxastofninum eigi ekki að stafa nein hætta af. Ég held að okkur hér á Íslandi hafi tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn, meðal annars með fjarlægð við villta laxastofna.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Stangveiði Tengdar fréttir Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45
Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28