Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 12:28 Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar. Vísir/Sigurjón Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill. Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill.
Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira