Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2023 09:12 Sigtún á nýja miðbæinn á Selfossi. Félagið keypti einnig Landsbankahúsið sem sést ofarlega á miðri myndinni. Vísir/Egill Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum. Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Heimildin hefur eftir Tómasi Ellert Tómassyni, fyrrverandi bæjarfulltrúa Miðflokksins, að Leó Árnason, frá félaginu Sigtúni, hafi gert sér tilboð þessa efnis í nóvember árið 2020. Miðflokkurinn var þá í meirihluta í sveitarstjórn Árborgar og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið í Landsbankahúsið en Sigtún það næsthæsta. „Það fer ekkert á milli mála hvað var að gerast á þessum fundi: Leó var að reyna að kaupa sér stuðning kjörins fulltrúa,“ segir Tómas við Heimildina í dag. Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Með fréttinni fylgir mynd sem Tómas tók af Leó við skjá sem sýnir glæru þar sem á stendur meðal annars: „Kosningabarátta skipulögð s.s. skoðanakönnun, fjölmiðlaumfjöllun, ráðgjöf og kostnaður. Sv. Árborg fellur frá kaupum“. Tómas birti mynd af glæruskjánum með grein sem birtist á Vísi í ágúst þar sem hann gagnrýndi launahækkanir æðstu stjórnenda sveitarfélagsins. Hann skýrði ekki hvað myndin sýndi eða tengsl hennar við efni greinarinnar. Glæran sem Tómas birti mynd af í skoðanagrein á Vísi í ágúst.Tómas Ellert Leó hafnaði því við Heimildina að hann hefði reynt að múta Tómasi. Hann hafi aldrei gert stjórnmálamanni eða frambjóðanda skilyrt tilboð af því tagi sem Tómas lýsir. Fram kemur í frétt Heimildarinnar að sveitarstjórnin hafi verið búin að hætta við að kaupa Landsbankahúsið daginn sem þeir Tómas og Leó funduðu en ákvöðunin hafi ekki verið gerð opinber. Leó fullyrti að hann hefði vitað af því á þessum tímapunkti. Tómas sagðist ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu þegar Vísir ræddi við hann í morgun. Hann sagði Heimildinni að hann kysi að segja frá tilboði Leós nú til þess að vekja athygli á því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni í íslenskum stjórnmálum.
Árborg Stjórnsýsla Miðflokkurinn Landsbankinn Fasteignamarkaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira