Ræddu stöðu KA: „Framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 13:31 Frá leik KA í sumar Vísir/Hulda Margrét Framganga KA í Bestu deild karla á yfirstandandi tímabili er klár vonbrigði að mati Atla Viðars Björnssonar, sérfræðings í uppgjörsþáttunum Stúkan á Stöð 2 Sport. KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“ Besta deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
KA mun taka þátt í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og getur hæst náð 7.sæti deildarinnar. Þetta varð ljóst eftir lokaumferðina í hinni hefðbundnu deildarkeppni Bestu deildarinnar í gær. „Já, það er klárt mál,“ svaraði Atli Viðar, einn af sérfræðingum Stúkunnar, aðspurður hvort tímabilið í heild sinni væru vonbrigði fyrir KA. „KA getur ekki sagt að þeir séu ánægðir með tímabilið þegar að þeir komu út fyrir tímabilið og sögðust ætla vera í titilbaráttu og á þeirri stundu í raun fúlir út í allt og alla fyrir að spá þeim ekki titilbaráttu. Þeir eru í 7.sæti, klifu upp um eitt sæti á lokametrunum og vel gert hjá þeim að koma sér í séns fyrir úrslitakeppni efrihlutans fyrir lokaumferðina en það var bara of lítið og of seint að taka sjö stig úr síðustu þremur leikjunum. Brasið á þeim er bara búið að vera of mikið í deildinni til þess að þeir geti reynt að sannfæra okkur og við getum haldið því fram að þeir hafi átt gott tímabil.“ Klippa: Ræddu stöðu KA: Bikar myndi breyta öllu Greip þá Baldur Sigurðsson, annar sérfræðingur Stúkunnar, þá inn í og vildi fá að vita það frá Atla Viðari hvort hann væri að taka inn í jöfnuna þá staðreynd að KA komst í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu, laut þar í lægra haldi gegn belgíska liðinu Club Brugge og er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. „Ertu ósammála þessu?“ svaraði Atli Viðar á móti en Baldur segir að líta verði heildrænt á stöðuna. „Ég myndi aldrei segja vonbrigði,“ sagði Baldur sem finnst ósanngjarnt að lagt sé mat á tímabil KA nú þegar að liðið á eftir að spila bikarúrslitaleik gegn Víkingi Reykjavík og gat Atli Viðar tekið undir það. „Ef þeir vinna bikarinn, komast í Evrópukeppni og komast frá tímabilinu með titil í höndunum. Það myndi náttúrulega breyta öllu,“ sagði Atli Viðar. „En að enda fyrir neðan strik og í 7.sæti í deildinni, þá er framganga liðsins í Íslandsmótinu klár vonbrigði.“
Besta deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira