Í blíðu og stríðu: „Ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 12:00 Hjónin Sif Atladóttir og Björn Sigurbjörnsson standa saman í gegnum súrt og sætt í boltanum Vísir/Sigurjón Ólason Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður. Tap Selfyssinga gegn Eyjakonum á dögunum sáu til þess að Selfoss getur ekki bjargað sér frá falli í Bestu deildinni á þessu tímabili. Liðið mun leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili eftir lærdómsríkt en erfitt tímabil til þessa. „Tilfinningin var þung þegar fall okkar var staðfest en eins og þú segir þá var þetta niðurstaða sem við höfðum séð að væri mögulega í kortunum,“ segir Björn, þjálfari Selfyssinga. „Mér fannst eiginlega sárast að falla á þessari fyrstu hindrun okkar í úrslitakeppninni af því að mér fannst við þar spila, líklega, einn af okkar betri leikjum á yfirstandandi tímabili. Maður hefði gjarnan vilja sjá þessa orku fyrr á tímabilinu hjá liðinu en nú tekur við nýr dagur, við erum á lífi og erum heilsuhraust. Félagið á eftir að lifa þetta af, það er engin spurning.“ Reynslan muni styrkja félagið Trúin, á að bjarga sér frá falli, bjó í liði Selfyssinga allt þar til að fallið var staðfest eins og Sif greinir frá „Maður tapar ekkert trúnni þó það sé erfitt og maður hefur alveg verið í þessari stöðu áður og þekkti því gleðitilfinninguna sem fylgdi því þegar að maður bjargar sér frá falli,“ segir Sif. „Þetta féll ekki með okkur í ár en þessi reynsla á eftir að styrkja félagið þegar að við náum að greina hvað fór á mis hjá okkur“ Úr leik Selfoss og FH fyrr í sumarVísir/Hulda Margrét Björn segist hafa farið yfir það aftur og aftur með sjálfum sér hvað hafi farið úrskeiðis Lærdómsferlið af þessu erfiða gengi sé mikið. „Það er ýmislegt sem fór á mis. Við fáum til okkar þrjá erlenda leikmenn og ætluðum að fækka um eitt útlendingsígildi milli ára, reyna að gefa ungu stelpunum okkar stærra hlutverk. Tvær af þeim hurfu á braut áður en við byrjuðum tímabilið og sú þriðja var hreinlega ekki alveg nógu góð í þetta. Þær voru mjög öflugar þessar tvær sem fóru, en ekki í höfðinu, og þá fórum við að reyna fylla upp í okkar skörð með lánsmönnum sem gáfu allt sem þær áttu. Þetta var partur af því sem fór úrskeiðis hjá okkur og ég hef farið yfir það aftur og aftur í hausnum á mér á hverju við höfum farið á mis. Ég finn það líka bara á sjálfum mér yfir þetta tímabil að ég hef þroskast miklu meira á þessu tímabili sem þjálfari heldur en á mínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari í meistaraflokki í fyrra. Ég hef lært miklu meira af þessu þunga gengi heldur en miðlungsgengið á síðasta tímabili.“ Vissu að þau myndu lenda í smá brekku Björn segist hafa vilja standa fyrir ýmislegt sem þjálfari, hluti og eiginleika sem hann hafi þurft að bakka með á yfirstandandi tímabili. „Það er ýmislegt sem maður vill standa fyrir sem maður bakkar með af því að það gengur ekki eins og maður óskaði eftir. Það geri ég ekki aftur, ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir og halda mig við mína hugmyndafræði.“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari SelfossVísir/Pawel Það voru ýmis teikn á lofti fyrir tímabilið að það gæti orðið smá brekka en Sif missti þó aldrei vonina og trúnna á liðinu. „Ég vissi að við myndum lenda í smá brekku eftir að við misstum þessa sterku leikmenn frá okkur, liðið myndi þurfa að spila sig saman en fótboltinn er dásamlegur á þann hátt að vonin yfirgefur mann aldrei, hún er alltaf til staðar. Í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti ellefu og maður getur alltaf unnið leikinn alveg sama hvað. Við ætluðum okkur að vera hærra í töflunni en stundum á maður bara svona tímabil, stundum er þetta erfitt og brekka. Eins og Bjössi segir þá lærir maður miklu meira af svona tímabili heldur en þegar að allt flýtur vel. Nú lítum við einstaklingarnir, leikmennirnir og félagið inn á við og gröfum svolítið í það sem fór úrskeiðis og hvernig við getum lagað það. Maður lærir mest af mistökunum.“ Framtíðin björt Efniviðurinn sem knattspyrnudeild Selfoss býr að í ungum leikmönnum er þó góður að sögn Björns. „Ég er sjálfur starfandi í akademíunni hér með skólanum og ég sé bæði stráka og stelpur sem er stutt í að taki að sér hlutverk sem leikmenn hjá félaginu. Við höfum spilað á ungu liði á tímabilinu og það er búið að vera mikið af tækifærum. Við höfum blóðgað margar stelpur á þessum tveimur árum og það er kannski það sem ég er hvað stoltastur af. Hér hafa margir ungir leikmenn fengið tækifæri til þess að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og þá eru fleiri sem munu gera það á næstu árum.“ Viðtalið við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson hjá knattspyrnuliði Selfoss má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: Saman í boltanum í blíðu og stríðu Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Tap Selfyssinga gegn Eyjakonum á dögunum sáu til þess að Selfoss getur ekki bjargað sér frá falli í Bestu deildinni á þessu tímabili. Liðið mun leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili eftir lærdómsríkt en erfitt tímabil til þessa. „Tilfinningin var þung þegar fall okkar var staðfest en eins og þú segir þá var þetta niðurstaða sem við höfðum séð að væri mögulega í kortunum,“ segir Björn, þjálfari Selfyssinga. „Mér fannst eiginlega sárast að falla á þessari fyrstu hindrun okkar í úrslitakeppninni af því að mér fannst við þar spila, líklega, einn af okkar betri leikjum á yfirstandandi tímabili. Maður hefði gjarnan vilja sjá þessa orku fyrr á tímabilinu hjá liðinu en nú tekur við nýr dagur, við erum á lífi og erum heilsuhraust. Félagið á eftir að lifa þetta af, það er engin spurning.“ Reynslan muni styrkja félagið Trúin, á að bjarga sér frá falli, bjó í liði Selfyssinga allt þar til að fallið var staðfest eins og Sif greinir frá „Maður tapar ekkert trúnni þó það sé erfitt og maður hefur alveg verið í þessari stöðu áður og þekkti því gleðitilfinninguna sem fylgdi því þegar að maður bjargar sér frá falli,“ segir Sif. „Þetta féll ekki með okkur í ár en þessi reynsla á eftir að styrkja félagið þegar að við náum að greina hvað fór á mis hjá okkur“ Úr leik Selfoss og FH fyrr í sumarVísir/Hulda Margrét Björn segist hafa farið yfir það aftur og aftur með sjálfum sér hvað hafi farið úrskeiðis Lærdómsferlið af þessu erfiða gengi sé mikið. „Það er ýmislegt sem fór á mis. Við fáum til okkar þrjá erlenda leikmenn og ætluðum að fækka um eitt útlendingsígildi milli ára, reyna að gefa ungu stelpunum okkar stærra hlutverk. Tvær af þeim hurfu á braut áður en við byrjuðum tímabilið og sú þriðja var hreinlega ekki alveg nógu góð í þetta. Þær voru mjög öflugar þessar tvær sem fóru, en ekki í höfðinu, og þá fórum við að reyna fylla upp í okkar skörð með lánsmönnum sem gáfu allt sem þær áttu. Þetta var partur af því sem fór úrskeiðis hjá okkur og ég hef farið yfir það aftur og aftur í hausnum á mér á hverju við höfum farið á mis. Ég finn það líka bara á sjálfum mér yfir þetta tímabil að ég hef þroskast miklu meira á þessu tímabili sem þjálfari heldur en á mínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari í meistaraflokki í fyrra. Ég hef lært miklu meira af þessu þunga gengi heldur en miðlungsgengið á síðasta tímabili.“ Vissu að þau myndu lenda í smá brekku Björn segist hafa vilja standa fyrir ýmislegt sem þjálfari, hluti og eiginleika sem hann hafi þurft að bakka með á yfirstandandi tímabili. „Það er ýmislegt sem maður vill standa fyrir sem maður bakkar með af því að það gengur ekki eins og maður óskaði eftir. Það geri ég ekki aftur, ég ætla fá að standa fyrir það sem ég vil standa fyrir og halda mig við mína hugmyndafræði.“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari SelfossVísir/Pawel Það voru ýmis teikn á lofti fyrir tímabilið að það gæti orðið smá brekka en Sif missti þó aldrei vonina og trúnna á liðinu. „Ég vissi að við myndum lenda í smá brekku eftir að við misstum þessa sterku leikmenn frá okkur, liðið myndi þurfa að spila sig saman en fótboltinn er dásamlegur á þann hátt að vonin yfirgefur mann aldrei, hún er alltaf til staðar. Í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti ellefu og maður getur alltaf unnið leikinn alveg sama hvað. Við ætluðum okkur að vera hærra í töflunni en stundum á maður bara svona tímabil, stundum er þetta erfitt og brekka. Eins og Bjössi segir þá lærir maður miklu meira af svona tímabili heldur en þegar að allt flýtur vel. Nú lítum við einstaklingarnir, leikmennirnir og félagið inn á við og gröfum svolítið í það sem fór úrskeiðis og hvernig við getum lagað það. Maður lærir mest af mistökunum.“ Framtíðin björt Efniviðurinn sem knattspyrnudeild Selfoss býr að í ungum leikmönnum er þó góður að sögn Björns. „Ég er sjálfur starfandi í akademíunni hér með skólanum og ég sé bæði stráka og stelpur sem er stutt í að taki að sér hlutverk sem leikmenn hjá félaginu. Við höfum spilað á ungu liði á tímabilinu og það er búið að vera mikið af tækifærum. Við höfum blóðgað margar stelpur á þessum tveimur árum og það er kannski það sem ég er hvað stoltastur af. Hér hafa margir ungir leikmenn fengið tækifæri til þess að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og þá eru fleiri sem munu gera það á næstu árum.“ Viðtalið við hjónin Sif Atladóttur og Björn Sigurbjörnsson hjá knattspyrnuliði Selfoss má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Klippa: Saman í boltanum í blíðu og stríðu
Besta deild kvenna UMF Selfoss Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira