Jón Jónsson á leið í uppistand: „Hann er óslípaður demantur“ Íris Hauksdóttir skrifar 7. september 2023 12:32 Nýliðinn Jón Jónsson gengur til liðs við þaulreynda uppistandara. aðsend Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið í Sykursalnum þann 14. september. Björn Bragi heldur utan um viðburðinn en þau Dóri DNA, Saga Garðarsdóttir og Jóhann Alfreð munu stíga á stokk. Söngvarinn Jón Jónsson verður kynnir kvöldsins en þegar líður á kvöldið mun hann grípa í mígrafóninn og reyna í fyrsta sinn fyrir sér í uppistandi. Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“ Grín og gaman Uppistand Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Sýningin er liður í undirbúningi fyrir nýja uppistandssýningu sem frumsýnd verður í Sykursalnum í lok september. Björn Bragi segir tilraunakvöld einstaka upplifun þar sem áhorfendum gefst kostur á að sjá nýtt grín í mótun. Allskonar efni í bland „Við ætlum að prófa nýtt efni í bland við gamalt. Þessi kvöld eru alltaf mjög skemmtileg því sumir brandarar verða góðir en aðrir virka alls ekki. Þau móment geta líka orðið mjög fyndin. Þetta er frábær hópur af uppistöndurum. Jón verður kynnir á kvöldinu og mun svo reyna fyrir sér í uppistandi. Við erum gríðarlega spennt að sjá hvernig hann mun standa sig. Hann er auðvitað frábær tónlistarmaður en ekki síðri grínisti. Ég vil allavega meina að hann sé óslípaður demantur á því sviði.“ Sykursalurinn opnaði fyrir ári í Grósku í Vatnsmýri. Dóri DNA reið á vaðið með sólósýningu sína þar á síðasta ári. Björn segist því hafa séð hversu vel salurinn henti bæði fyrir uppistand og tónleika. Tilraunakvöld í uppistandi verður haldið þann 14. september í Sykursalnum.aðsend Saga Garðarsdóttir er sem fyrr segir hluti af hópnum og segist hún mjög spennt að byrja haustið með nýju og fersku gríni. „Það verður margt nýtt í bland við annað sem við höfum prófað, segir hún og heldur áfram. „Það er slétt vika til stefnu en frumsýningin er svo 23. september. Gleður strákana með langri og tignarlegri nærveru Draumurinn er að sýna í hverri viku og vera mörg saman svo sýningin verði sem fjölbreyttust og ferskust. Ég elska að sýna og sé fyrir mér að verða orðin endurfæddur grínari í lok október. Það er ekki síður gaman að grínast baksviðs sem og á sviðinu.“ Sjálf er Saga hokin af reynslu hvað uppistand varðar en hún kom fram með Mið-Ísland um árabil. „Strákarnir voru búnir að væla svo lengi í mér að vera með að ég ákvað að gleðja þá með langri og tignarlegri nærveru minni. Ég verð pott þétt fyndnust en ég er sannfærð um að þeir muni eiga góða spretti.“
Grín og gaman Uppistand Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira