„Væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við gætum farið á annað stórmót“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 16:31 Jóhann Berg Guðmundsson var fyrirliði Íslands í leiknum í gær. Vísir/Hulda Margrét Jóhann Berg Guðmundsson, starfandi landsliðsfyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í fjarveru Arons Einar Gunnarssonar, hefur tröllatrú á því að íslenska landsliðinu takist að tryggja sig inn á annað stórmót. Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Jóhann Berg sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag fyrir leikinn gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun Þar var miðjumaðurinn knái spurður út í fjarveru Arons Einars og hvort hann væri til í að hafa hann með í yfirstandandi verkefni. „Já klárlega, auðvitað væri til í að hafa hann hérna, hafa fyrirliðann okkar á miðjunni. Hann gefur okkur mikið sjálfstraust og ég væri ég klárlega til í að gefa þetta fyrirliðaband frá mér til þess að hafa Aron hér með okkur.“ En hefur Jóhann Berg trú á því að íslenska landsliðið geti tryggt sig inn á annað stórmót, líkt og liðið gerði bæði fyrir EM 2016 og HM 2018? „Ég væri ekki hér ef ég hefði ekki trú á því að við getum farið á annað stórmót. Úrslitin hafa ekki verið að falla með okkur en það búa styrkleikar í þessu liði til þess að snúa því við. Ef við ætlum okkur að vera með í þessu þá þurfum við að sækja úrslit strax á morgun. Við þurfum sex stig í þessum glugga til þess að tak þátt í þessari baráttu. Vonandi náum við að höndla pressuna.“ Horfði aftur á þrennuna sína í gær Tíu ár voru liðin frá magnaðri þrennu Jóhanns Bergs gegn Sviss í 4-4 jafntefli íslenska landsliðsins í undankeppni HM 2014 . Jóhann Berg horfði aftur á þrennuna í gær. „Já ég tók hana aftur í gær þegar að ég sá að tíu ár voru liðin frá henni. Ég viðurkenni það. Það var gaman að rifja þetta upp. Ég þarf hugsanlega að halda upp á þetta afmæli á morgun með annarri þrennu.“ Jóhann Berg er leikmaður enska félagsins Burnley sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og hefur átt erfitt uppdráttar í byrjun tímabils og er án stig a á botni deildarinnar. Hann segir það gott að geta kúplað sig aðeins frá baráttunni með Burnley og komið til móts við íslenska landsliðið. „Við erum búnir að eiga þrjá erfiða leiki á móti frábærum liðum og því klárlega gott að komast í annað umhverfi og hitta íslenska landsliðið. Vonandi náum við að sækja þá sex punkta sem við þurfum til að eiga séns í þessum riðli.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport annað kvöld. Við hefjum upphitun fyrir leik klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira