Kvöldfréttir Stöðvar 2 Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. september 2023 18:04 Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir Hjón með ADHD sem voru bæði handtekin sama kvöld segjast niðurlægð af vinnubrögðum lögreglu í máli þeirra og líkja aðgerðunum við valdníðslu. Barn hjónanna var skilið eftir heima í Hveragerði á meðan þeim var haldið á lögreglustöðinni á Selfossi. Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar ræðir við hjónin og fer yfir atburðarásina í beinni frá Selfossi í kvöldfréttum klukkan 18:30. Þá verður rætt við menntamálaráðherra um fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla, sem valdið hafa miklu fjaðrafoki fyrir norðan í vikunni. Ráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða slíkar sameiningar. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Við sýnum einnig frá einum stærsta skemmtiferðaskipadegi vertíðarinnar í Reykjavík, sem teygist æ lengra fram á haustið, og ræðum við borgarstjóra um hinn mikla rekstrarhalla borgarinnar. Kristján Már Unnarsson verður svo í beinni frá Hvalfirði og færir okkur nýjustu tíðindi af hvalveiðum. Hvalveiðiskipin sem fóru út í gær, eftir ein eftirminnilegustu mótmæli síðari ára, hafa nú veitt tvær langreyðar. Þá verðum við í beinni frá Októberfest sem byrjar í kvöld og kíkjum í danstíma með hundrað ára fyrrverandi sjómanni í Reykjanesbæ, sem lætur aldurinn sannarlega ekki stoppa sig. Og í sportinu verða landsliðin okkar í knattspyrnu í aðalhlutverki. Við heyrum í okkar manni Stefáni Árna Pálssyni úti í Lúxemborg en liðið mætir Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Þá skellti Vala Matt sér til Vestmannaeyja í Íslandi í dag og heimsótti Berglindi Sigmarsdóttur listamann og rithöfund, sem hefur komið sér upp hálfgerðri heilsulind heima hjá sér. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður okkar ræðir við hjónin og fer yfir atburðarásina í beinni frá Selfossi í kvöldfréttum klukkan 18:30. Þá verður rætt við menntamálaráðherra um fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla, sem valdið hafa miklu fjaðrafoki fyrir norðan í vikunni. Ráðherra segir fjármagnsskort ástæðu þess að verið sé að skoða slíkar sameiningar. Gætt verði að menningu og hefðum allra skóla. Auknar áskoranir og dýrara nám kalli á hagræðingu eða meira fjármagn, sem hafi ekki fengist. Við sýnum einnig frá einum stærsta skemmtiferðaskipadegi vertíðarinnar í Reykjavík, sem teygist æ lengra fram á haustið, og ræðum við borgarstjóra um hinn mikla rekstrarhalla borgarinnar. Kristján Már Unnarsson verður svo í beinni frá Hvalfirði og færir okkur nýjustu tíðindi af hvalveiðum. Hvalveiðiskipin sem fóru út í gær, eftir ein eftirminnilegustu mótmæli síðari ára, hafa nú veitt tvær langreyðar. Þá verðum við í beinni frá Októberfest sem byrjar í kvöld og kíkjum í danstíma með hundrað ára fyrrverandi sjómanni í Reykjanesbæ, sem lætur aldurinn sannarlega ekki stoppa sig. Og í sportinu verða landsliðin okkar í knattspyrnu í aðalhlutverki. Við heyrum í okkar manni Stefáni Árna Pálssyni úti í Lúxemborg en liðið mætir Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Þá skellti Vala Matt sér til Vestmannaeyja í Íslandi í dag og heimsótti Berglindi Sigmarsdóttur listamann og rithöfund, sem hefur komið sér upp hálfgerðri heilsulind heima hjá sér.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira