Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 23:01 Samuel er á áttunda degi hungurverkfalls. Hann segir það engar kvalir í samanburði við þær sem hinir drepnu hvalir þurftu að líða. Vísir/Einar Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 lönduðu þremur langreyðum í Hvalfirði í morgun. Hvalirnir þrír eru fyrstu stórhvelin sem veidd eru á þessu tímabili, sem hófst 1. september síðastliðinn. „Þar sem við höfum verið á Íslandi í þeirri von um að hvalveiðum yrði hætt hefur verið mjög erfitt að sjá þrjá hvali dregna upp dráttarbrautina,“ segir Norðmaðurinn Samuel Rostøl norskur náttúruverndarsinni sem er hér á landi á vegum Captain Paul Watson Foundation. Kvalafullar síðustu mínútur Á myndum sem Samuel og kollegar hans tóku í morgun mátti sjá minnst tvo hvalveiðiskutla í fyrsta hvalnum sem dreginn var á land. Í reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að við veiðar skuli ávallt stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Samuel segir þetta skýrt mark um að þeim skilyrðum sé ekki hægt að fylgja. „Við gátum séð að það voru margar kvalafullar mínútur hjá þessu vesalings dýri,“ segir Samuel. „Það kemur mér í raun ekkert á óvart. Þrátt fyrir eftirlitsmennina í fyrra sáum við að þeir brutu dýraverndarlögin æ ofan í æ. Ég held að hvalveiðifyrirtækið beri enga virðingu fyrir lögunum. Ég held að þeir búist við að geta komið sér hjá lögunum og skjótist í gegn og fái leyfi fyrir næsta tímabil.“ Samuel hefur verið í hungurverkfalli frá því að Svandís kynnti ákvörðun sína um áframhald hvalveiða. Hann segir að sér líði vel, þrátt fyrir allt. „Þetta fer svolítið upp og niður. Stundum hef ég verið alveg uppgefinn og verð fljótt þreyttur. Ég var hræddur um að dagurinn í dag, langur úti í kaldri rigningunni, yrði erfiður en mér líður vel,“ segir hann. Hundruð kvikmyndagerðarmenn krefjast banns Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú krafist þess við Matvælastofnun að hún stöðvi hvalveiðarnar tafarlaust vegna meintra brota á reglugerð sem framin hafi verið í fyrsta veiðitúr þessa tímabils. SAmkvæmt upplýsingum frá MAST þarf hvalur að skila inn atvikaskýrslum innan tveggja virkra daga, sem verða skoðaðar af sérfræðingum MAST. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk sendi þá ákall til Liliju Alfreðsdóttur vinnumálaráðherra og Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra síðdegis um stöðvun veiðanna. Auk þeirra hafa hátt í hundrað kvikmyndagerðarmenn í Hollywood enn og aftur sent stjórnvöldum ákall um stöðvun veiðanna. Kristján Loftsson eigandi hvals hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hvalir Hvalveiðar Tengdar fréttir Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 lönduðu þremur langreyðum í Hvalfirði í morgun. Hvalirnir þrír eru fyrstu stórhvelin sem veidd eru á þessu tímabili, sem hófst 1. september síðastliðinn. „Þar sem við höfum verið á Íslandi í þeirri von um að hvalveiðum yrði hætt hefur verið mjög erfitt að sjá þrjá hvali dregna upp dráttarbrautina,“ segir Norðmaðurinn Samuel Rostøl norskur náttúruverndarsinni sem er hér á landi á vegum Captain Paul Watson Foundation. Kvalafullar síðustu mínútur Á myndum sem Samuel og kollegar hans tóku í morgun mátti sjá minnst tvo hvalveiðiskutla í fyrsta hvalnum sem dreginn var á land. Í reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að við veiðar skuli ávallt stefnt að því að dýr aflífist samstundis. Samuel segir þetta skýrt mark um að þeim skilyrðum sé ekki hægt að fylgja. „Við gátum séð að það voru margar kvalafullar mínútur hjá þessu vesalings dýri,“ segir Samuel. „Það kemur mér í raun ekkert á óvart. Þrátt fyrir eftirlitsmennina í fyrra sáum við að þeir brutu dýraverndarlögin æ ofan í æ. Ég held að hvalveiðifyrirtækið beri enga virðingu fyrir lögunum. Ég held að þeir búist við að geta komið sér hjá lögunum og skjótist í gegn og fái leyfi fyrir næsta tímabil.“ Samuel hefur verið í hungurverkfalli frá því að Svandís kynnti ákvörðun sína um áframhald hvalveiða. Hann segir að sér líði vel, þrátt fyrir allt. „Þetta fer svolítið upp og niður. Stundum hef ég verið alveg uppgefinn og verð fljótt þreyttur. Ég var hræddur um að dagurinn í dag, langur úti í kaldri rigningunni, yrði erfiður en mér líður vel,“ segir hann. Hundruð kvikmyndagerðarmenn krefjast banns Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú krafist þess við Matvælastofnun að hún stöðvi hvalveiðarnar tafarlaust vegna meintra brota á reglugerð sem framin hafi verið í fyrsta veiðitúr þessa tímabils. SAmkvæmt upplýsingum frá MAST þarf hvalur að skila inn atvikaskýrslum innan tveggja virkra daga, sem verða skoðaðar af sérfræðingum MAST. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk sendi þá ákall til Liliju Alfreðsdóttur vinnumálaráðherra og Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra síðdegis um stöðvun veiðanna. Auk þeirra hafa hátt í hundrað kvikmyndagerðarmenn í Hollywood enn og aftur sent stjórnvöldum ákall um stöðvun veiðanna. Kristján Loftsson eigandi hvals hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Hvalir Hvalveiðar Tengdar fréttir Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01 Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32
Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. 8. september 2023 12:01
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33