FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli: „Ég þoli ekki svona“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 08:31 FH-ingar máttu bíta í það súra epli að þurfa sætta sig við tap þrátt fyrir að hafa náð inn því sem virðist löglegu jöfnunarmarki gegn Þrótti Reykjavík í gær Vísir/Samsett mynd Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða. „Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
„Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn